Ellen Lind sterkasta kona Íslands árið 2020

Á dögunum sigraði ofurkonan úr Vogum, Ellen Lind Ísaksdóttir, keppnina um sterkustu konu Íslands. Þetta er í annað sinn sem Ellen sigrar þessa keppni en hún var að verja titil sinn í ár eftir að hafa sigrað í fyrra en einnig lenti hún í þriðja sæti árið 2018 enda byrjaði hún bara að æfa íþróttina í febrúar það ár.

Á mótinu var keppt í fimm greinum sem eru: Réttstöðulyfta, drumbalyfta, rammaganga, steinum og hleðslu rein þar sem hlaupið er með 3 mismunandi þunga poka. Hægt er að horfa á mótið í heild á Facebooksíðu BEstrong og það verður einnig sýnt á N4 sjónvarpsstöðinni í haust.

Við óskum Ellen innilega til hamingju með þennan flotta árangur!

Heimasíða BEstrong