Dagur leikskólans

Þann 6. febrúar er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í 13 sinn. Þennan dag árið 1950 stofnuðu íslenskir leikskólakennarar fyrstu samtök sín. Haldið er upp á daginn hér í leikskólanum og vakin athygli á mikilvægu hlutverki leikskóla og leikskólakennara í íslensku samfélagi.

Starfsfólk Heilsuleikskólans Suðurvöllum hafa verið að vinna með ljósmyndun og myndlist með börnunum. Á næstu dögum verða verk þeirra hengd upp í gluggum leikskólans. Þeir sem eiga leið framhjá eru hvattir til að staldra við og skoða þessi skemmtilegu verk barnanna.