Dagskrá fjölskyldudagana tilbúin.

Það verður af ýmsu að taka á fjölskyldudögunum í ár.
Það verður af ýmsu að taka á fjölskyldudögunum í ár.

Miðvikudagur 10 ágúst

FETAÐ Í FÓTSPOR HORFINA KYNSLÓÐA

  • 16:30 Gengið um Stapagötu. Lagt er stað frá Íþróttahúsinu í Vogum klukkan 17:00.Gengið er frá ystu íbúðarhúsunum í Njarðvík.

Gangan tekur rúmar tvær klukkustundir. Möguleiki er að hefja gönguna við Grímshól fyrir þá sem kjósa styttri göngu.

Fimmtudagur 11.ágúst

  • 20:00 Hverfaleikar í Sundlaug: Lopapeysusund
  • 21:00 Hverfaleika Pubquiz í Tjarnarsal

Föstudagur 12.ágúst

  • 16:00 Hverfaleikar í Íþróttamiðstöð: Brennó
  • 17:00 BMX Brós verða með ótrúlegu sýningu og eftir hana munu þeir vera með námskeið í BMX færni.
  • 19:00-21:00 Félögin í bænum sjá um að grilla hamborgara, og sykurpúða í eftirmat við LIONS húsið
  • 21:00-22:00 Brekkusöngur með Róberti Andra Drymkowski.

Laugardagur 13. ágúst

  • 10:45 Reiðhjólaleikni á planinu við Stóru-Vogaskóla, í umsjón LIONSKLÚBBSINS KEILIS. Keppt er í flokki 10 ára og yngri og 11 ára og eldri (á árinu). Verðlaun verða veitt fyrir 1-3 sæti í hvorum flokki.

 

Hátíðarsvæði 13:00-17:00

  • Hátíðasvæðið verður opnað með hópakstri MC Arna.
  • Á hátíðasvæðinu verða leiktæki og hoppukastalar frá Hopp og Skopp. Landsbankinn og Sproti verða á staðnum.

SÖLUTJÖLD 13:00-17:00

Kvenfélagið FJÓLA selur kaffi, kakó, vöfflur og kandíflos. Þróttarar verða með sjoppu og Björgunarsveitin Skyggnir steikir hamborgara eins og enginn sé morgundagurinn.

Leiktæki:

 

  • 14:30 Hverfaleikar: Axarkast
  • 14:00 Fjársjóðsleit Sprota fyrir átta ára og yngri sem byrjar við Fánastöngina í Álfagerði. Glaðningur í boði Sprota.
  • 14:00 Axarkast og Cornhole við íþróttahús við ærslabelg
  • 15:00-17:00 Lazertag frá Skemmtigarðinum á gamla tjaldvæði,
  • 15:00-17:00Bubbluboltar frá Skemmtigarðinum á æfingasvæði Þróttar

Yngri kynslóðin Svið:

  • 13:15 Danssýningar og kennsla Edda og Bergdís sýna dans og kenna síðan krökkunum nokkur spor
  • 15:00 Leikhópurinn Flækja – verður með stutt atriði úr Ef væri ég tígrisdýr eða Týnd í töfralandi.
  • 15:30 Lalli Töframaður verður með töfrasýningu. Eftir sýninguna gengur hann um svæðið og skemmtir börnum og gerir blöðrudýr
  • 16:00 Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið Pínulitla Mjallhvít

Skrúðganga og úrslit hverfaleika:

  • 19:00 Skrúðgangan leggur af stað úr bláa hverfinu klukkan 19:00 (nánari staðsetning tilkynnt síðar.)
  • 20:00 Hverfaleikar: Stígvélakast, hjónaburður
  • 20:50 Verðlaunaafhendig fyrir best skreytta hverfið og stigahæsta lið Hverfaleikanna.

 

TÓNLISTARVEISLA Á SVIÐINU 21:oo-23:00

  • 21:00-21:30- Flóni (Friðrik Róbertsson), mætir með hip-hop atriði
  • 21:30-22:00- Suncity: Söngkonan og aktívistinn Sólborg Guðbrandsdóttir mætir og tekur vel valin lög.
  • 22:00-22:30- Bríet ein þekktasta söngkona Íslands syngur nokkur af sínum bestu lögum
  • 22:30-23:00- Regína Ósk og Selma Björns verða með ABBA OG JÚRÓVISION SHOW

Flugeldasýning og dansleikur:

  • 23:00 Björgunarsveitin Skyggnir sér um stórglæsilega flugeldasýningu
  • 23:30 Ball í umsjá Lionsklúbbsins keilis Hljómsveit og Miðaverð auglýst síðar

 

Sunnudagur 14. ágúst

Opin Hús

  • 14:00-16:00 Minjafélagið hefur byggingar í þeirra umsjá á Kálfatjörn opnar frá 14-16
  • 14:00-16:00 Knarrarneskirkja, að Minna-Knarrarnesi Vatnsleysuströnd, verður til sýnis sunnudaginn 14. ágúst

Tónleikar í Háabjalla frá 17:00-20:00

  • 17:00 Hlynur Freyr Harðarson
  • 17:30 Uppsigling leiðir fjöldasöng og skýtur inn eigin lögum.
  • 18:00 Liv Marit Aurdal og Þorgeir sonur hennar syngja norrænar vögguvísur.
  • 18:15 Gunnar Guttormson og Ingi Vilhjálmsson
  • 18: 35 Arnbjörg Hjartardóttir syngur nokkur lög
  • 19:00 Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, flytur eigin lög og norræn við eigin gítarundirleik
  • 19:30 KK flytur okkur svo inn í haustið og lokar hátíðinni.

Hægt verður að grilla spítubrauð og sykurpúða í boði Skógræktarfélagsins og einnig má grilla sinn eiginn mat.

 

ATH!! Dagskráin er birt með fyrirvara um mögulegar breytingar. Fylgist með á Vogar.is eða á Facebook síður okkar sveitarfélagið Vogar

Athugasemdir sendist á gudmundurs@vogar.is