Dagskrá bæjarstjórnarfundar

220. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 14. maí 2024 og hefst kl. 17:00.

Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá

Almenn mál

1. 2404066 - Ársreikningur 2023

Bæjarstjórn tekur til síðari umræðu og afgreiðslu ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Fyrir fundinum liggur ársreikningur 2023, sundurliðun ársreiknings, staðfestingarbréf stjórnenda og endurskoðunarskýrsla löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins.

2. 2403053 - Ráðning leikskólastjóra

Tekinn fyrir 2. mál af dagskrá bæjarráðs frá 2. maí, Ráðning leikskólastjóra:

Greinargerð Hagvangs um niðurstöðu á mati umsækjenda er lögð fram.

Gestur fundarins undir þessum lið var Geirlaug Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Hagvangs sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Á grundvelli fyrirliggjandi mats á hæfi umsækjenda samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að Heiða Hrólfsdóttir verði ráðinn leikskólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla. Bæjarráð þakkar umsækjendum um starfið fyrir áhuga þeirra á starfinu og umsóknir þeirra.

3. 2403003 - Viðaukar 2024

Tekið fyrir 4. mál af dagskrá 399. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2.5.2024: Viðaukar 2024.

Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2024.

Viðhald sundlaugar

Mál nr. 2404062

Á 398. fundi bæjarráðs var samþykkt kostnðaráætlun vegna viðhalds sundlaugar. Kostnaðaráætlun nemur 7,5 m.kr. Lagt er til að aukinni fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Beiðni um aukið stöðugildi í skóla og frístund vegna fjöglunar barna

Mál nr. 2403054

Á 397. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni skólastjóra um viðbótar stöðugildi vegna fjölgunar barna frá og með haustinu. Áætlaður kostnaðarauki vegna launa og launatengdra gjalda nemur 21,1 m.kr. frá og með ágúst 2024. Lagt er til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Heimreið að Kálfatjörn

Mál nr. 2308020

Á 397. fundi bæjarráðs var samþykkt kostnaðarþátttaka í heimreið að Kálfatjörn að fjárhæð 800 þúsund krónum og er lagt til að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Fundargerðir til kynningar

4. Fundargerð bæjarráðs frá 2. maí

5. Fundargerð bæjarráðs frá 6. maí

6. Fundargerð fræðslunefndar frá 6. maí