Dagskrá bæjarstjórnarfundar

235. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, miðvikudaginn 25. júní 2025 og hefst kl. 17:30.

Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá:

Almenn mál

1.  2506034 - Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur - erindisbréf

Tekið fyrir 10. mál úr fundargerð 429. fundar bæjarráðs þann 19.06.2025: Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur - erindisbréf.

Lagt fram erindisbréf fyrir Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð staðfestir samhljóða erindisbréf Almannavarnarnefndar Suðurnesja og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.  2506036 - Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar til eins árs 2025

Samkvæmt 7. grein samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga skal kjósa forseta og tvo varaforseta til eins árs.

3.  2506037 - Kosning í bæjarráð til eins árs 2025

Samkvæmt 27. grein samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga skal kjósa bæjarráð árlega til eins árs, 3 aðalmenn og jafn marga til vara.

4.  2506035 - Sumarleyfi bæjarstjórnar 2025

Sumarleyfi bæjarstjórnar verður frá 1. júlí til 27. ágúst 2025. Bæjarráð hefur samkvæmt ákvæðum samþykkta sveitarfélagsins og með vísan í Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 heimild til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur. Næsti fundur bæjarstjórnar verður miðvikudaginn 27. ágúst 2025.

Fundargerðir til kynningar

5.  2506004F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 429

6. 2505009F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 428

7.  2505008F - Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 26