Dagskrá bæjarstjórnarfundar

234. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, miðvikudaginn 28. maí 2025 og hefst kl. 17:30.

Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu

 

Dagskrá:

Almenn mál

1. 2104141 - Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga
Tekið til síðari umræðu valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga.

 

2.  2505030 - Húsnæðisáætlun 2025

Lögð fram til staðfestingar drög að húsnæðisáætlun 2025. 

 

3. 2104026 - Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

Tekið fyrir 2. mál af dagskrá 70. fundar Skipulagsnefndar þann 20.05.2025: Endurskoðun aðalskipulags 2024 -2040.

Tekið fyrir að nýju, farið yfir ábendingar og athugasemdir Skipulagsstofnunar ásamt tillögu að viðbrögðum við þeim.Lögð fyrir tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2024-2040 sem lagfærð hefur verið vegna ábnedinga og athugasemda Skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir aðalskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.

 

4. 2501010 - Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101

Tekið fyrir 7. mál af dagskrá 70. fundar skipulagsnefndar dags. 20.05.2025: Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101.

Tekið fyrir að nýju að lokinni kynningu skipulagslýsingar aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags. Engin athugasemd barst á kynningartíma en 3 umsagnir frá umsagnaraðilum bárust vegna deiliskipulags og 5 umsagnir frá umsagnaraðilum vegna breytingar á aðalskipulagi.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi ásamt því að óska eftir því við Skipulagsstofnun að fá að auglýsa tillögu að aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagsslaga nr. 112/2010. Samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar verður nýtt deiliskipulag auglýst

 

5.  2505021 - Viðaukar 2025

Tekið fyrir 7. mál af dagskrá 427. fundar bæjarráðs þann 21. maí 2025: Viðaukar 2025.

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2025.

Ráðgjöf í tengslum við atvinnuuppbyggingu á Keilisnesi
Mál nr. 2305063
Á 422. fundi bæjarráðs var samþykkt samningur við Athygli ehf. varðandi ráðgjöf í tengslum við atvinnuuppbyggingu á Keilisnesi. Áætlaður kostnaðarauki nemur um 3,12 mkr. og er lagt til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Íþróttamiðstöð, fyrirbyggjandi aðgerðir vegna leka
Mál nr. 2501036
Á 420. fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga nr. 2 í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs varðandi úrbætur og fyrirbyggjandi aðgerðir á lekavandamáli í Íþróttamiðstöð. Áætlaður kostnaðarauki nemur um 4,5 mkr. og er lagt til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Búnaðarkaup í Íþróttamiðstöð
Mál nr. 2504014
Á 424. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar um auka fjárveitingu til kaupa á ryksuguvélmenni fyrir sundlaugina í Íþróttamiðstöðinni í Vogum. Áætlaður kostnaðarauki nemur um 1,5 mkr. og er lagt til að aukinni fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. 

Fundargerðir til kynningar

6. 2505006F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 427

7. 2505003F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 70

8. 2505004F - Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 114

9. 2505005F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 124