Dagskrá bæjarstjórnarfundar

229. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 29. janúar 2025 og hefst kl. 17:30.

Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá

Almenn mál

1.  2209017 - Málefni heilsugæslu í Vogum

Tekið fyrir 8. mál á dagskrá 417. fundar bæjarráðs þann 8.1.2025: Málefni heilsugæslu í Vogum.

Lögð fram drög að uppfærðum leigusamningi HSS og Sveitarfélagsins Voga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að leigusamningi við HSS og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð fagnar opnun heilsugæslunnar í Iðndal 2 í mánuðinum.

2.  2412011 - Ráðning sviðsstjóra

Tekið fyrir 9. mál á dagskrá 417. fundar bæjarráðs þann 8.01.2025: Ráðning sviðsstjóra.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra í tengslum við ráðningu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að Ásta Friðriksdóttir verði ráðin til að gegna tímabundið starfi sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

Í samræmi við 50.gr. samþykkta Sveitarfélagsins Voga leggur bæjarstjóri jafnframt til við bæjarstjórn að Ástu Friðriksdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, sem jafnframt gegnir hlutverki staðgengils bæjarstjóra, sé veitt prókúra frá og með 30. janúar næstkomandi.

Fundargerðir til kynningar

3.  2501003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 418

4.  2501001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 417

5.  2412002F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66

6.  2411003F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 119

7.  2403003F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 95