Dagskrá bæjarstjórnarfundar

227. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 27. nóvember 2024 og hefst kl. 17:30.

Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá

Almenn mál

1. 2407024 - Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Tekið fyrir 6. mál úr fundargerð 414. fundar bæjarráðs þann 22.11.2024: Fjárhagsáætlun 2025-2028.

Lögð fram fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2024 og langtímaáætlun 2025-2027. Davíð Viðarsson, sviðsstjóri umhverfis og skipulagssviðs og Ásta Friðriksdóttir, verkefnastjóri reikningshalds og umbóta stitja undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

2. 2403003 - Viðaukar 2024

Tekið fyrir 1. mál á dagskrá 414. fundar bæjarráðs þann 20.11.2024: Viðaukar 2024.

Lagður fram viðauki númer 5 2024 vegna reksturs.

Tekjuauking:
Útsvar fyrstu níu mánuði ársins er 30 m.kr. hærra en áætlað var, greiðsla vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða nemur 6,6 m.kr á árinu sbr. mál nr. 2407022, auk þess sem innheimtar hafa verið leigutekjur og endurgreiðsla rafmagns á tjaldsvæði vegna áranna 2020-2023 að fjárhæð 9,6 m.kr. sem ekki hafði verið áætlað fyrir sbr. málsnúmer 2303001.

Eftirfarandi mál hafa verið samþykkt í bæjarráði og er áætlaður kostnaður eftirfarandi: Sérfræðikostnaður á bæjarskrifstofu -2,5 m.kr. (mál 2410011), stöðugildi bygggingarfulltrúa og verkefnastjóra reikningshalds og umbóta á bæjarskrifstofu -7 m.kr. (mál 2407026), þráðlausir punktar í skóla -2,25 m.kr.(mál 2410017) og tímabundið hlutastöðugildi í leikskóla 0,5 m.kr. (mál 2411001).

Auk þess hafa eftirfarandi deildir félagsþjónustu verið umfram áætlaðan kostnað fyrstu níu mánuði ársins vegna fjölgunar þjónustuþega og aukningar þjónustuþarfar:
Barnavernd fóstur utan heimilis -2 m.kr, barnavernd úrræði á heimili -0,5 m.kr., barnavernd annað -0,6 m.kr., ferðaþjónusta fatlaðra -4 m.kr., Selið-dagdvöl -1,3 m.kr. og heimaþjónusta aldraðra -1,9 m.kr.

Lagt er til að tekjum umfram kostnaðarauka hér að ofan að fjárhæð 23,7 m.kr. sé bætt við handbært fé sveitarfélagsins.

Ásta Friðriksdóttir, verkefnastjóri reikningshalds og umbóta situr undir þessum dagkrárlið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

 

3.  2401054 - Kosning í ráð og nefndir 2024

Lagðar fram tillögur að breytingu á skipan varamanna í fræðslunefnd. Elísabet Ásta Eyþórsdóttir verði 1. varamaður E-lista í fræðslunefnd og Ingþór Guðmundsson verði 2. varamaður E-lista í sömu nefnd í stað Þorhildar Sifjar Þórmundsdóttur sem víkur úr fræðslunefnd sem varamaður.

 

4.  2411017 - Fyrirspurn um byggingarmál, stækkun á byggingareit sjávarborg 14-16

Tekið fyrir 2. mál úr fundargerð 65. fundar skipulagsnefndar þann 19.11.2024: Fyrirspurn um byggingarmál, stækkun á byggingareit Sjávarborgar 14-16.

Kristinn Ragnarson, fyrir hönd Garðprýði ehf, sendir inn fyrirspurn um stækkun á byggingareit. Samkvæmt gildandi deilliskipulagi fyrir lóðirnar er gert ráð fyrir að á hvorri lóð er byggingarreitur 15 x21 m að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir heimld að stækka hluta byggingarreitar um 7.5 x 3.5 m. og 5 x1 m til vesturs og tilfæra bílastæði á lóð nr. 14 að suður hluta lóðar. Að öðru leyti gilda áfram sömu skilmálar.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

5. 2206024 - Kirkjuholt skipulagsmál

Tekið fyrir 2. mál úr fundargerð 64. fundar skipulagsnefndar 15. október 2024: Kirkjuholt skipulagsmál

Hlynur Sigursveinsson, fyrir hönd Húseiningar ehf., óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða aukningu á byggingarmagni innan skilgreinds byggingarreits á lóðinni við Kirkjugerði 2-4 úr 320m2 í 353m2.

Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr.

Fundargerðir til kynningar

6. 2411004F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 414

7. 2411002F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 413

8. 2411001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 412

9. 2410004F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65

10. 2411003F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 119