Breyttar áherslur Vinnuskólans

Í ár var ákveðið að breyta til og uppfæra áherslur Vinnuskólans. Aukið vægi verður á kennslu og fræðslu fyrir þátttakendur Vinnuskólans. Þá verður einna helst lagt áherslu á fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, skyndihjálp, vinnuöryggi, umhverfisfræðslu og jákvæð samskipti. Er þetta gert með það að leiðarljósi að þátttakendur Vinnuskólans komi betur undirbúnir út í atvinnulífið og auka gæði þeirrar starfsemi sem fram fer innan Vinnuskólans.

Umsóknir fyrir Vinnuskólann skilast á rafrænu formi í gegnum íbúagátt sveitarfélagins.

Hér má nálgast Handbók Vinnuskólans 2023.