Breytingar á úrgangshirðu næstu daga

Tilkynning frá Kölku Sorpeyðingarstöð sf.

Almannavarnir hafa óskað eftir því að tunnur við heimili í Grindavík verði tæmdar á morgun, föstudag. Að sjálfsögðu viljum við leggja okkar af mörkum til þess að létta undir með nágrönnum okkar í Grindavík og höfum fengið Íslenska Gámafélagið og Terra með okkur í lið til þess að ráðast í þetta verkefni.

Vegna þessa verður seinkun á þeim heimilum sem átti að tæma á morgun, föstudag, en þjónustuaðilar stefna að því að vinna á laugardaginn og vinna seinkunina upp eins fljótt og auðið er.

Um leið og við biðjumst velvirðingar á þessari seinkun vonum við að íbúar sýni þessu skilning.

Breytingar á úrgangshirðu næstu daga | Kalka sorpeyðingarstöð sf