Breytingar á starfsemi sveitarfélagsins miðað við sóttvarnarreglur

Nýjar sóttvarnarreglur taka gildi fimmtudaginn 10. desember. Helstu breytingar á þeim sem snúa að starfsemi stofnana sveitarfélagsins eru að sundlaugin verður opnuð. FJöldatakmarkanir í laugina miðast við átta einstaklinga í laug í einu, fjóra í busllaug, þrjá í potti og einn í sána. 

Æfingar í meistaraflokki í efstu deild innan ÍSÍ eru heimilar og eitt blaklið UMFÞ keppir í efstu deild og því liði er heimilt að æfa. 

Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna fellur burt. Ekki verða gerðar aðrar breytingar á áður samþykktum verklagsreglum að sinni.