Breytingar á starfsemi stofnana Sveitarfélagsins Voga

Á fundi aðgerðastjórnar Sveitarfélagsins Voga var ákveðið að gera nokkrar breytingar á starfsemi stofnana sveitarfélagsins í samræmi við nýja reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. 

Til að mynda verður tvískipting starfsfólks skrifstofu afnumin frá og með mánudeginum 18. janúar,en skrifstofan verður þó lokuð fyrir gestum enn um sinn. 

Skiptingu starfsmanna þjónustumiðstöðvar verður einnig hætt frá og með mánudeginum 18. janúar en þjónustumiðstöðin verður áfram lokuð.

Þessar ákvarðanir eru teknar með þeim fyrrivara að smitum fjölgi ekki og faraldurinn fari ekki aftur á skrið.

Íþróttastarfsemi verður heimil skv. reglugerðinni og helstu breytingar eru þær að Vogaþrek getur hafist og hópaæfingar á vegum íþróttafélaga. Engin önnur starfsemi en íþróttastarfsemi er leyfð í íþróttamiðstöðinni.

 

Fundargerð 35. samráðsfundar aðgerðastjórnar má sjá hér.