Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum þann 30. október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Breiðagerði, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja núverandi og fyrirhugaða frístundabyggð á svæðinu. Í deiliskipulaginu eru byggingarreitir og byggingarákvæði skilgreind fyrir lóðirnar. Þá er gerð grein fyrir lóðamörkum, aðkomuleiðum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi.
Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísað til hennar um nánari upplýsingar.
Greinargerð deiliskipulags má nálgast hér.
Deiliskipulagsuppdrátt má nálgast hér.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, Vogum, frá og með 27. janúar 2025 til og með 10. mars 2025. Þar er íbúum og hagsmunaraðilum gefin kostur á að kynna sér tillöguna.
Íbúar og hagsmunaaðilar geta sent inn ábendingar varðandi tillöguna á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is eigi síðar en 10. mars 2025.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst áður. Sú breyting sem gerð hefur verið frá því skipulagið var auglýst síðast er að lóðir nr. 18 og 19 við Breiðagerði hafa verið teknar út vegna fornminja sem þar liggja.