Breiðagerði, frístundabyggð – kynning deiliskipulagstillögu

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum 30. mars s.l. að vísa tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi frístundasvæðis við Breiðagerði í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja núverandi og fyrirhugaða frístundabyggð á svæðinu. Með tilkomu deiliskipulagsins fyrir svæðið verður hægt að byggja frístundahús sem hefur verið illmögulegt undanfarin ár þar sem ekkert deiliskipulag hefur verið í gildi. Í deiliskipulaginu eru skilgreindir byggingarreitir á núverandi frístundalóðum og sett ákvæði hvað varðar nýjar byggingar ásamt viðbyggingum við núverandi hús eða endurbyggingar húsa ásamt öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi.

Skipulagstillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins frá 11. maí til og með 26. maí og verður einnig aðgengileg hér að neðan. Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins, Iðndal 2, mánudaginn 16. maí milli kl. 12:00 og 15:00.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er hér með gefinn kostur á að koma ábendingum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 26. maí 2022. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á Sveitarfélagið Vogar, Iðndal 2, 190 Vogar eða í tölvupósti á netfangið: byggingarfulltrui@vogar.is

 

Skipulagsuppdráttur

Greinargerð

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi