Börnin í Vogum skreyta jólatré bæjarins.

Skrautið var úr náttúruvænum efnum.
Skrautið var úr náttúruvænum efnum.

Föstudaginn 1.desember mættu börnin elstu deildum leikskólans Suðurvalla og skreyttu jólatré bæjarins. Skrautið sem þau bjuggu sjálf til er náttúruvænt og leysist upp í rigningum. Þegar lokið var við að hengja síðasta skrautið á tréð birtust þrír bræður á svæðinu sem sögðust heita Stúfur, Stekkjastaur og Giljagaur. Móðir þeirra komst ekki með enda heima á fullu að undirbúa Jólin. Þeir bræður tóku sér tíma og tóku nokkur lög með börnunum og dönsuðu með þeim í kringum jólatréð.

Jólatré bæjarins stendur í Aragerði við hlið íþróttahússins og er við það að komast í jólabúning.
En á sunnudag 3. Desember, eða fyrsta í aðventu, verður formlega kveikt á trénu í Aragerði með viðhöfn, Séra Bolli segir nokkur orð, kór kálfatjarnarkirkju syngur nokkur lög og von er á fleiri bræðrum úr fjöllunum sem gætu mögulega stýrt dansi í kringum tréð.