Bílar án númera

Kæru íbúar í Sveitarfélaginu Vogum. Nokkuð er um að bílar án númera séu á stæðum sem ekki eru í einkaeigu. Þeim vinsamlegu tilmælum er beint til eigenda slíkra ökutækja að fjarlægja bílana. Þetta er liður í að halda umhverfi bæjarins snyrtilegu og hreinu.