Baldvin Hróar Jónsson (24. apríl 1980 - 9. júlí 2020)

Baldvin Hróar Jónsson varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 9. júlí síðastliðinn. 

Hróar starfaði í nefndum á vegum sveitarfélagsins. Hann var varamaður í bæjarstjórn, formaður fræðslunefndar og aðalmaður í skipulagsnefnd. 

Hróar lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Sveitarfélagið Vogar vottar aðstandendum Hróars innilega samúð og þakkar honum sitt framlag til samfélagsins á liðnum árum.