Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grænuborgar

AUGLÝSING
Um tillögu að breytingu á deiliskipulagi

Grænuborgar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 24. febrúar 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grænuborgar, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst m.a. að; Lóðarmörkum, byggingarreitum og aðkomum að lóðum við Grænuborg 2-16 er breytt. Hámarksfjöldi íbúða í fjölbýlis- eða raðhúsum innan nokkurra lóða og byggingarreita við Hrafnaborg breytist. Innan byggingarreita á lóðum við Hrafnaborg 7, 9, 10, 11, 12 og 13 er sú breyting gerð að heimilt verður að byggja fjölbýlis- eða raðhús á 1-2 hæðum en áður var aðeins heimilt að byggja á tveimur hæðum. Skilmálum fyrir fjölbýlishús eða raðhús á tveimur hæðum (E) er breytt á þann hátt að í stað þess að hús verði öll með flötu þaki og 8,0 m hámarkshæð er mögulegt að hafa hús með flötu þaki og 7,0 m hámarkshæð eða hallandi þak og þá verður hámarkshæð 8,5 m. Skilmálum fyrir fjölbýlishús á fjórum hæðum (F) er breytt á þann hátt að í stað þess að hús verði öll með flötu þaki og 13,5 m hámarkshæð er mögulegt að hafa hallandi þak og þá verður hámarkshæð 15,0 m. Heildarfjöldi íbúða á skipulagssvæðinu var í gildandi deiliskipulagi 269 en verður skv. breytingu á deiliskipulagi 303.


Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum frá og með föstudeginum 

5. mars 2021 til og með föstudagsins 16. apríl 2021. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, https://www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en föstudagsinn 16. apríl 2021.

 

Vogum, 4. mars 2021

Ásgeir Eiríksson

Bæjarstjóri