Auglýsing um skipulagsmál

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi þann 14.12.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Breiðagerði, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja núverandi og fyrirhugaða frístundabyggð á svæðinu. Í deiliskipulaginu eru byggingarreitir og byggingarákvæði skilgreind fyrir lóðirnar. Þá er gerð grein fyrir lóðamörkum, aðkomuleiðum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi.

Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísað til hennar um nánari upplýsingar.

Deiliskipulagsuppdrátt má nálgast hér.

Greinargerð deiliskipulags má nálgast hér.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum frá og með 15. apríl 2023 til og með  27. maí 2023. Þar er íbúum og hagsmunaraðilum gefin kostur á að kynna sér tillöguna.

Íbúar og hagsmunaaðilar geta sent inn ábendingar varðandi tillöguna á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is eigi síðar en til og 27. maí 2023.

Skipulags- og byggingarfulltrúi