Auglýsing um skipulagsmál

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2022 sl. að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og gerð nýs deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð við Kirkjuholt í sveitarfélaginu.

Svæðið er skilgreint sem opið svæði í gildandi aðalskipulagi. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið og er því um að ræða sameiginlega skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag skv. 1 mgr 30. gr. og 1. mgr 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomu og setja þau ákvæði sem ástæða er til í deiliskipulagi. Ekki verður byggt á Kirkjuholtinu heldur á svæðunum neðan holtsins meðfram Aragerði, Tjarnargötu og Kirkjugerði. Á svæðinu er fyrirhugað að koma fyrir nokkrum íbúðarlóðum þar sem gert verður ráð fyrir sérbýlis- og fjölbýlishúsum á 1-2 hæðum.

Skipulagslýsinguna er hægt að nálgast hér

Opið verður hjá skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum miðvikudaginn 17. ágúst 2022 milli kl: 13:00 – 16:00 þar sem íbúum og hagsmunaraðilum gefst kostur á að kynna sér lýsinguna.

Íbúar og hagmunaaðilar geta sent inn ábendingu varðandi skipulagslýsinguna á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is fyrir 31. ágúst 2022.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Skipulagslýsing