Laust starf

Auglýst er eftir starfsmanni í 100% starf í íþróttamiðstöðinni í Vogum (vaktavinna).

Starfið felst í laugargæslu, gæslu í karlaklefa, þrifum og öðrum störfum er til falla í íþróttamiðstöðinni.

Hæfniskröfur eru frumkvæði, áræðni, góðir hæfileikar í mannlegum samskiptum og hæfni til að umgangast fólk á öllum aldri.

Starfsmaður verður að standast kröfur sem gerðar eru til starfsfólks sundstaða.

Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri og þurfa að geta hafið störf fljótlega eða eftir samkomulagi.

Íþróttamiðstöðin er reyklaus vinnustaður.

Nánari upplýsingar veitir Héðinn Ólafsson Í síma 440 6222 eða á hedinn@vogar.is

Umsóknarfrestur er til sunnudagsins 13. október 2019. Umsóknum skal skilað á netfangið hedinn@vogar.is fyrir lok þess dags.