Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna Alþingiskosninga

Boðið er upp á atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna Alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Vogum. Kjörstaður er skrifstofa sveitarfélagsins að Iðndal 2 og er opið á auglýstum opnunartíma skrifstofunnar sem er frá 8.30-15.30 mánudaga til fimmtudaga og frá 8.30-12.30 á föstudögum. 

Atkvæðagreiðslan hefst miðvikudaginn 1. september og stendur til föstudagsins 24. september. 

Vakin er athygli á að þeir sem hyggjast greiða atkvæði þurfa að framvísa gildum skilríkjum og grímuskylda er í kjörklefa.