Árshátíð sveitarfélagsins Voga

Sveinbjörn kokkur stendur hér við forréttahlaðborðið sem er ekki af verri endanum eins og sjá má
Sveinbjörn kokkur stendur hér við forréttahlaðborðið sem er ekki af verri endanum eins og sjá má

Árshátíð sveitarfélagsins var haldin 6. apríl í Tjarnarsalnum.  Selma Björnsdóttir sá um veislustjórn og hélt uppi miklu stuði ásamt Regínu Ósk. Boðið var upp á þríréttaðan matseðil frá Soho og er skemmst frá að segja að maturinn var frábær í alla staði. Skemmtiatriði frá starfsmönnum voru flutt og dregið í happdrætti en fjölmörg fyrirtæki gáfu góða vinninga í happdrættið og er það þakkað. Að lokum var dansað fram á nótt og fregnir herma að skemmtunin hafi færst upp á Jón sterka að loknum dansleik í Tjarnarsalnum. Aðsókn á árshátíðina var mjög góð en rúmlega 130 starfsmenn sveitarfélagsins sáu sér fært að mæta. Nefndin vill þakka öllum sem komu að framkvæmd árshátíðarinnar fyrir vel unnin störf en nefna má að bæði Björgunarsveitin Skyggnir og Kvenfélagið Fjóla lögðu til vinnu við hana. 

Ef gestir eiga skemmtilegar myndir frá árshátíðinni sem má setja inn í myndabanka á vef sveitarfélagsins mega þeir senda þær á Daníel Arason menningarfulltrúa á netfangið daniel@vogar.is