Árshátíð Stóru-Vogaskóla 2021 - Youtube tengill

Hertar samkomutakmarkanir koma niður á allri starfsemi í þjóðfélaginu eins og við þekkjum öll. Eitt af því sem fer úr skorðum þetta árið er árshátíð Stóru-Vogaskóla en undirbúningur var langt kominn eða búinn þegar reglur voru hertar um daginn. 

En krakkarnir og starfsfólkið deyr ekki ráðalaust og nú hafa atriðin verið tekin upp og þau sett á Youtube. Hér fyrir neðan er hlekkur á atriðin og við hvetjum alla til að horfa á þau og njóta þess flotta starfs sem þarna fer fram

Smelltu hér til að skoða atriðin.