Appelsínugul viðvörun fyrir Faxaflóa og fleiri svæði

Vindaspá kl. 12.00 þriðjudaginn 10. desember 2019. Af vef Veðurstofu Íslands
Vindaspá kl. 12.00 þriðjudaginn 10. desember 2019. Af vef Veðurstofu Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæði, suðurlandi, Faxaflóa, Breiðarfirði, vestfjörðum, Ströndum og norðurland vestra, norðurlandi eystra og miðhálendi. Vindur getur orðið allt að 28 m/s segir á vef Veðurstofu Íslands.

Appelsínugulu ástandi hefur verið lýst yfir á Faxaflóa á tímabilinu 10. desember kl. 13:00 til 11. desember kl. 10:00. Veðurspá fyrir svæðið áætlar að gangi í norðan rok 20-18 m/s. „Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörun er í gildi. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er ólki bent á að sýna varkárni. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veurspám,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar

Foreldrar barna í grunnskóla eru beðnir að fylgjast vel með veðri sem og aðra íbúa sveitarfélagsins. Björgunarsveitin Skyggnir er í viðbragðsstöðu og beiðnir um aðstoð fara í gegn um neyðarnúmerið 112.