Afhending menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga 2019

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri ásamt Petru Ruth Rúnarsdóttu formanni UMFÞ og Gunnari Júlíusi Helgasyni…
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri ásamt Petru Ruth Rúnarsdóttu formanni UMFÞ og Gunnari Júlíusi Helgasyni handhöfum menningarverðlauna sveitarfélagsins Voga árið 2019

Afhending menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga fór fram sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2019. Að þessu sinni voru verðlaunin veitt Ungmennafélaginu Þrótti og Gunnari Júlíusi Helgasyni.

Boðið var upp á tónlist sem Tríó Grandi sá um, einnig var gestum boðið á myndlistarsýningu listamanna úr sveitarfélaginu en það voru: Björgvin Hreinn Guðmundsson, Frank H. Sigurðsson, Hergeir á Mýrini, Kristín Erla Thorarensen, Sigrún Þórðardóttir, Siv Sæmundsdóttir, Sæmundur Þórðarson og Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir sem sýndu verk sín. 

Einnig var gestum boðið upp á veitingar.