Ævintýri í Aragerði

Grýla syngur jólalög
Grýla syngur jólalög

Það má segja að andrúmsloftið í Vogunum hafi verið ævintýralegt á þrettándanum. Börn söfnuðust saman í Aragerði sem í hjarta bæjarins. Aðeins þau máttu mæta vegna samgöngutakmarkana. Við þeim tók Lionsfólk og bauð þeim upp á smákökur og heitt kakó. Einnig var hægt að grilla sykurpúða við opin eld. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og mátti heyra gleðihlátur um allan skóg og langt út fyrir svæðið ef lagt var við hlustir. Grýla og jólasveinninn héldu svo uppi fjörinu þangað til að Björgunarsveitin skyggnir var svo með tilkomumikla sýningu sem setti punktinn yfir I-ið í þessari upplifun barnanna.