Aðstoðarmatráður óskast til starfa

Heilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð. Starfshlutfall er 68,75%, vinnutími frá 8:00-13:30.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 8. ágúst 2023.

 

Helstu verkefni:

  • Aðstoð við matseld og undirbúning máltíða
  • Aðstoð við framreiðslu á mat
  • Uppvask og frágangur í eldhúsi
  • þrif í eldhúsi, matsal og kaffistofu
  • Umsjón með þvotti og frágangur

 

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af starfi í eldhúsi er kostur
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum

 

Nánari upplýsingar um starfið veita: María Hermannsdóttir leikskólastjóri

og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 440-6240.

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á leikskoli@vogar.is

Umsókn óskast fyllt út rafrænt á heimasíðu leikskólans www.sudurvellir.leikskolinn.is

Umsóknarfrestur er til 28. júní 2023.

Vakin er athygli á því að starfið hentar einstaklingum óháð kyni.