Takmarkað aðgengi að skrifstofu sveitarfélagsins

Í ljósi aðstæðna og vaxtar í Covid faraldrinum hefur verið ákveðið að takmarka aðgengi gesta að skrifstofu sveitarfélagsins. Þeim sem eiga erindi er bent á að nota síma eða tölvupóst . Ef ekki er hægt að leysa úr erindum með þeim hætti og nauðsynlegt reynist að koma á staðinn þá þarf að panta tíma. Einungis er tekið á móti gestum í undantekningartilfellum.