Adda sigraði SUÐIÐ

Suðið, söng- og danskeppni félagmiðstöðvana á Suðurnesjum var haldin fimmtudaginn tólfta janúar.

Keppnin var hin glæsilegasta og greinilegt að ekkert var til sparað við framkvæmd þessa flotta viðburðar. Flutt voru atriði frá öllum félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum, hvert öðru betra.

Sigurvegari í flokki tónlistar var svo krýndur í lok kvöldsins en það var hin stórefnilega Arnbjörg Hjartardóttir, sem keppti fyrir félagsmiðstöðina okkar, en hún sigraði með laginu „Við tvö“ sem hún samdi sjálf.

Dómarar kvöldsins sögðu að öll lögin hafi verið ótrúlega góð, en þau hefðu þurft að reyna að hrista af sér gæsahúðina í nokkrar mínútur eftir sigurlagið, áður en þau gætu tilkynnt úrslitin.

Næsta verkefni er söngvakeppni Kragans og óskum við Arnbjörgu góðs gengis.