Aðalfundur Norræna félagsins í Vogum

Hluti fundarmanna gæðir sér á veitingunum
Hluti fundarmanna gæðir sér á veitingunum

Norræna félagið í Vogum hélt aðalfund sinn mánudaginn 11. nóvember síðastliðinn. Vel var mætt á fundinn en auk venjulegra aðalfundarstarfa þá lásu nemendur á unglingastigi Stóru-Vogaskóla upp úr bókinni Gestaboð Babette og boðið var upp á veitingar með norrænu ívafi. 

Norræna félagið stendur fyrir nokkrum viðburðum á ári hverju, til dæmis söng í Háabjalla á Fjölskyldudögum, þátttöku í norræna strandhreinsunardeginum og samstarfi við önnur norræn félög á Íslandi.

Þeir sem vilja gerast félagar í Norræna félaginu í Vogum eru beðnir að snúa sér til formannsins, Þorvaldar Arnar Árnasonar eða senda póst á valdurorn@simnet.is