Forgangsröðun og sparnaður raforku

Líkt og flestir hafa nú orðið varir við þá eyðilagðist stofnlögn frá Svartsengi vegna hraunrennslis og veldur það heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Við þessar aðstæður þurfa íbúar að nýta rafmagn til húshitunar og eykur það mjög raforkunýtingu  sem leiðir af sér gífurlega aukið álag á raforkukerfið okkar. Af því tilefni eru hér nokkrar gagnlega ábendingar sem við biðjum fólk að tileinka sér.

Fyrst og fremst er mikilvægt að forgangsraða raforkunotkun og taka út alla óþarfa notkun sem kerfið mun ekki ráða við. Þetta á til að mynda við um:

  • Rafhitaðir heitir pottar
  • Saunaklefar, gufuböð o.þ.h.
  • Heimahleðslur rafbíla
  • Allir hitagjafar sem eru utanhús, s.s. hitamottur í gangstétt eða í plönum og innrauðir hitagjafar til notkunar utanhúss.
  • Mikilvægt er að búnaður í heild sinni noti ekki meira en 2.500 W (2,5 kW.)

Eigendum rafbíla er bent á að nota ekki heimahleðslur heldur nota hraðhleðslustöðvar. Við aðstæður svo sem þær sem við stöndum frammi fyrir núna er ljóst að kerfið ræður ekki við heimahleðslur. Mikilvægt er að hafa rafbílinn ávallt fullhlaðinn heima og sömuleiðis að eldsneytistankar séu fullir á öðrum bílum með það í huga að bílarnir séu aðgengilegir komi til rýmingar. 

Hér má nálgast ábendingar HS veitna við þjónusturof vegna náttúruhamfara.