205. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

Fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 29. mars 2023 og hefst kl. 18:00.

Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

 

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2303039 - Ráðning sviðsstjóra

 

Lögð fram tilboð frá ráðningarstofum vegna umsjónar með ráðningu í nýtt starf sviðsstjóra.

     

2.

2303004 - Umsókn um byggingarleyfi - Staðarborg 26

 

Tekið fyrir 4. mál úr fundargerð 48. funda skipulagsnefndar sem haldinn var 21. mars 2023: Umsókn um byggingarleyfi - Staðarborg 26

Óskað er eftir því að staðsetja geymslur utan byggingareits, tekur málið til Staðarborgar 22, 24 og 26 sbr. fylgibréf arkiteks, Óla Rúnar Eyjólfssonar, dagsett 01.03.2023.

Samþykkt

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og því vikið frá breytingu á skipulagi. Það er mat nefndarinnar að frávikið varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því er fallið frá að grenndarkynna erindið. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila frávik og málsmeðferð verði í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

3.

2303040 - Kosning í nefndir og ráð 2023

 

Á 203. fundi bæjarstjórnar þann 08.03.2023 samþykkti bæjarstjórn beiðni Hönnu Lísu Hafsteinsdóttur varabæjarfulltrúa E-listans um lausn frá störfum.
Í stað Hönnu Lísu færist Ragnar Karl Kay Frandsen varabæjarfulltrúi upp um sæti og verður 2. varabæjarfulltrúi E-lista og Ingvi Ágústsson, Aragerði 7 tekur sæti sem 3. varabæjarfulltrúi E-lista.

Eftirfarandi tillögur að breyttri skipan í nefndir er lögð fram samkvæmt ákvæðum 34., 35., 43., 46. og 47.gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga.

Frístunda- og Menningarnefnd
- Samúel Þórir Drengsson verður aðalmaður.
- Guðrún Kristín Ragnarsdóttir verður 1. varamaður.
- Steinunn Björk Jónatansdóttir, Lyngdal 10 verður 2. varamaður.

Umhverfisnefnd
- Arngrímur Jónsson, Hafnargötu 1a verður 2. varamaður.

Skipulagsnefnd
- Davíð Harðarson verður 1. varamaður.
- Ragnar Karl Kay Frandsen verður 2. varamaður.
- Ingvi Ágústsson, Aragerði 7 verður 3. varamaður.

Fjölskyldu- og Velferðarráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga
- Elísa Fönn Grétarsdóttir, Marargötu 3 verður varamaður.

     

Mál til kynningar

4.

2303002 - Bréf v. fjárhagsáætlunar 2023

 

Tekið fyrir 2. mál úr fundargerð 373. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. mars 2023: Bréf v. fjárhagsáætlunar 2023

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið fjárhagsáætlun ársins 2023.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 uppfyllir
sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar fyrir A-hluta, áætluð rekstrarniðurstaða er neikvæð og framlegð undir lágmarksviðmiði. Þrátt fyrir bráðbirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórn er
heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framangreind skilyrði.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar framlögðu bréfi til kynningar í bæjarstjórn.

     

5.

2302035 - Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023

 

Tekið fyrir 3. mál úr fundargerð 373. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. mars 2023: Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023: 144.mál Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar meðfylgjandi tillögur á breytingum við skipulagslög.


     

Fundargerðir til staðfestingar

6.

2303005F - Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 101

 

Fundargerð 101. fundar fræðslunefndar er lögð fram til kynningar á 205. fundi bæjarstjórnar.

     

7.

2303004F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 81

 

Fundargerð 81. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram til kynningar á 205. fundi bæjarstjórnar.

     

8.

2303003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 373

 

Fundargerð 373. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 205. fundi bæjarstjórnar.

     

9.

2303002F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 106

 

Fundargerð 106. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram til kynningar á 205. fundi bæjarstjórnar.

     

10.

2302004F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 48

 

Fundargerð 48. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til kynningar á 205. fundi bæjarstjórnar.

     

29.03.2023

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri.