202. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

Fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 25. janúar 2023 og hefst kl. 18:00.

Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

 

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2301009 - Fyrirspurn um byggingarmál - Heiðarholt 5 (Linde Gas ehf.)

 

Tekið fyrir 5. mál úr fundargerð 369. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18. janúar 2023: Fyrirspurn um byggingarmál - Heiðarholt 5 (Linde Gas ehf.)

Afgreiðsla bæjarráðs:
Tekið fyrir erindi Linde gas sem var til umfjöllunar á 46. fundi skipulagsnefndar þann 17. janúar 2023.

Þórhallur Garðarsson sendir inn umsóknir fyrir Linde Gas ehf. Sótt er um að bæta við 4 nýjum tönkum á lóðina, sunnan megin við núverandi tanka. Einnig er sótt um stækkun byggingarreits um 150 fermetra. Fyrirhugað er að reisa gámaskrifstofur með tengigang við núverandi þjónustuhús mhl. 05. Að auki óskar Linde gas eftir afnotum af lóðinni Heiðarholti 3, fyrirhugað er að nýta lóðina sem geymslusvæði fyrir lárétta tanka. Sett yrði girðing á lóðina.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Í ljósi þess að fallið hafi verið frá uppbyggingu skv. viljayfirlýsingu við sveitarfélagið telur nefndin réttast að málið fái umfjöllun í bæjarráði/bæjarstjórn áður en niðurstaða nefndarinnar liggi fyrir.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

     

Fundargerðir til staðfestingar

2.

2301001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 368

 

Fundargerð 368. fundar bæjarráðs er lögð fram á 202. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     

3.

2301003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 369

 

Fundargerð 369. fundar bæjarráðs er lögð fram á 202. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     

4.

2212009F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 46

 

Fundargerð 46. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 202. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     

5.

2212005F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 103

 

Fundargerð 103. fundar frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 202. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     

6.

2301004F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 104

 

Fundargerð 104. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 202. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     

24.01.2023

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri.