197. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

Fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 26. október 2022 og hefst kl. 18:00.

Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2104054 - Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

 

2. liður úr fundargerð 43. fundar Skipulagsnefndar frá 18. október 2022

Lögð eru fram drög að kynningargögn vegna uppbyggingar og þróunar á lóð Hafnargötu 101. Um þróunarreit er að ræða þar sem miklir möguleikar eru fyrir hendi.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að svæðið verði auglýst sem þróunarreitur. Við val á umsækjendum verður sérstaklega horft til þess að hugmyndir um hönnun, skipulag og framkvæmdir taki mið af einkennum, ásýnd og sögu svæðisins og uppbygging styðji við jákvæða atvinnuþróun í ört stækkandi sveitarfélagi.

2.

2205002 - Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

 

4. liður úr fundargerð 43. fundar Skipulagsnefndar frá 18. október 2022

Lögð er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir nýja íbúðabyggð ofan við Dali, nánar tiltekið svæði ÍB-5 í gildandi aðalskipulagi, skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið og því er um að ræða nýtt deiliskipulag sem samræmist gildandi aðalskipulagi.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3.

2005039 - Grænaborg - breyting á aðalskipulagi

 

5. liður úr fundargerð 43. fundar Skipulagsnefndar frá 18. október 2022

Tekið fyrir að nýju, deiliskipulagsbreytingin felst í breytingu á lóðum, húsagerðum, ásamt því að bætt er við lóð fyrir dælu- og hreinsistöð.
Samþykkt

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagskipulagi skv. 3. mgr. 41. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.

2104113 - Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

 

6. liður úr fundargerð 43. fundar Skipulagsnefndar frá 18. október 2022

Bæjarstjórn vísar málinu aftur til Skipulagsnefndar vegna nýrra gagna í málinu. Nefndinni er falið að yfirfara tillögu sína að afgreiðslu með hliðsjón af þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir.

Afgreiðsla skipulagnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fengin verði verkefnastjóri til að afla upplýsinga og leggja mat á ný gögn í málinu.

5.

2203046 - Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

 

Fjárhagsáætlun 2023-2026, fyrri umræða.

Fundargerðir til staðfestingar

6.

2210003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 360

 

Fundargerð 360. fundar bæjarráðs er lögð fram á 197. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

7.

2210005F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 361

 

Fundargerð 361. fundar bæjarráðs er lögð fram á 197. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

8.

2210006F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 362

 

Fundargerð 362. fundar bæjarráðs er lögð fram á 197. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

9.

2210004F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 43

 

Fundargerð 43. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 197. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

 

24.10.2022

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri.