17. júní haldin hátíðlegur

17. júní var haldin hátíðlegur í Vogunum, nánar tiltekið í Stóru-Vogaskóla.   Margt var um manninn og ekki skemmdi það fyrir að veðrið lék við hátíðargesti.   Gestir mættu í hátíðarbúning og nokkrir héldu í hefðina og komu í þjóðbúningum.

Veisluborðið svignaði undan glæsilegum tertum. Stemmingin var einstök en varð enn hátíðlegri þegar að tvær ungar glímukonur komu inn í Tjarnarsal og sýndu þjóðaríþróttina á trégólfinu.

Hoppukastalarnir voru fullir allan tímann, Berserkir höfðu varla við að setja upp leiki,  krakkarnir gerðu blómsveiga og fóru í leiki fyrir utan skólann.

Við þökkum öllum þeim sem mættu fyrir samveruna.