150 ára afmæli skólahalds í Sveitarfélaginu Vogum. Afmælisþættir (45) - Fólk í skólasögu Voga

45. þáttur: Fólk í skólasögu Voga 30. nóv.

Hér er getið margra sem starfað hafa lengi við skólann og látið að sér kveða.

 

Sr. Stefán Thorarensen, frumkvöðull og stofnandi skólans 1872. Sjá mynd og umfjöllun í þáttum 1 – 15, 21, 22 og 36.

Sr. Árni Þorsteinsson tók við af Stefáni sem formaður skólanefndarinnar. Hann var einnig m.a. aðalkennari í Norðurkotsskóla í nokkur ár, kenndi m.a. söng og íþróttir. Sjá þætti 18, 19, 22, 32 og 37

Pétur Pétursson kenndi í 5 ár, 1878 – 1883 (enginn á undan honum kenndi lengur en tvö ár). Pétur var faðir Helga Pjeturs, náttúrufræðings og heimspekings, sjá þátt 18.

Sigurjón Jónsson var kennari 1886 – 1898, í 12 ár, hann bjó í Minni-Vogum. Sem trésmiður átti hann ríkan þátt í smíði kirkjunnar að Kálfatjörn og var einn af stofnendum stúkunnar Díönu 1896. Sjá þátt 18 og 22.

Árni Theodór Pjetursson kennari 1889 – 1898 og kennari/skólastjóri 1910 – 1920, alls 19 ár. Árni var oddviti um skeið. Sjá þætti 18, 19 og 25.

Jón Gestur Breiðfjörð Brunnastöðum, kennari frá 1898 þar til hann lést 1903, þá 28 ára. Þættir 18, 19 og 22.

Ólafur Guðjónsson kennari 1905 – 1909, lést þá úr berklum. Virkur í Ungmennafélagi Vatnsleysustrandar. Sjá þætti 18, 22 og 30.

Kristmann Runólfsson. Kennarapróf 1910. Kenndi hér 1909 – 1912, 1920 – 1921 og 1923 – 1925. Bóndi í Hlöðversnesi frá 1923 til dauðadags 1954. Oddviti í áratug, sat einnig í sýslunefnd og skólanefnd. Sjá þætti 19, 23, 25 og 30.

Viktoría Guðmundsdóttir kennari og skólastjóri 1921 – 1952, samfleytt í 31 ár! Veitti forstöðu stúku og stofnaði og stýrði barnastúkunni Ársól flest sín starfsár. Sjá þætti 25, 26, 27, 29, 30, 33 og 37.

Ingibjörg Erlendsdóttir frá Kálfatjörn kenndi nokkur ár í Vatnsleysuskóla og Kirkjuhvolsskóla, var einnig prófdómari. Síðan lengi kennari í Reykjavík. Sjá þætti 23, 24 og 33.

Stefán Hallsson, kennari 1934 – 1945, kenndi yngri deild, einnig söng og íþróttir. Landsins fyrsti skólabílstjóri. Listaskrifari og organisti. Flutti ávarp og ljóð á vígsluhátíð Stóru-Vogaskóla 1979. Sjá þætti 26, 28, 32 og 33.

Jón H. Kristjánsson skólastjóri 1952 – 1962 með eins árs hléi. Kennari áður og eftir, þ.e 1946-49 og 1970 -1985, samtals 26 ár, jafnframt skólabílstjóri um tíma. Rak um tíma verslun í Vogum og var frumkvöðull að gerð smábátahafnar sem við hann er kennd (Jónsvör). Sjá þætti 28, 32 og 38.

Ellert B. Sigurbjörnsson, skólastjóri 1962 – 1967. Var síðar lengi yfirþýðandi hjá Ríkisútvarpinu og gaf út ritið Mál og mynd, leiðbeiningar um textagerð, þýðingar og málfar. Sjá þætti 29 og 35.

Þórir S. Guðbergsson skólastjóri 1967 – 1970. Varð síðar félagsráðgjafi, rithöfundur og frumkvöðull í öldrunarmálum. Sjá þátt 29 og 34.

Hreinn Ásgrímsson. Skólastjóri 1972 – 1985, með árs orlofi. Var í sveitarstjórn og byggingarnefnd Stóru-Vogaskóla, nefnd um byggingu sundlaugar, í stjórn Hitaveitu Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Suðurnesja, einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Keilis. Hann veiktist og lést ári eftir að hann lét af störfum. Sjá þætti 33 – 35 og 40.

Helga Sigríður Árnadóttir kenndi í 50 ár, 1955 – 2004, síðustu árin heimilisfræði. Sjá þætti 38 og 44.

Jón Ingi Baldvinsson starfaði við skólann 1978 – 2022 með árs hléi. Smíðakennari, kennari, aðstoðarskólastjóri og náms- og starfsráðgjafi. Virkur í bæjarmálum og golfklúbbnum. Segir frá honum í 34., 38., 42. og 44. þætti.

Guðmundur Þórðarson íþróttakennari frá 1983, er enn í hlutastarfi. Sjá þætti 32, 35 og 44.

Særún Jónsdóttir prófdómari 1972 – 1978 og virk í bæjarmálum. Kennari 1979 – 1997 og 2009 – 2019, alls 28 ár. Lengi ritari kennarafunda. Meðal annars frumkvöðull kennslu um heimabyggðina og um landgræðslustarf skólans ásamt Höllu. Þrjár dætur hennar hafa kennt við skólann, Guðrún og Oktavía, kenna þar nú. Faðir Særúnar, Jón Gestur Ben, var lengi oddviti. Hann stóð m.a. fyrir byggingu Brunnastaðaskóla og frystihúss Voga hf. Sjá þætti 38, 39 og 41.

Halla Jóna Guðmundsdóttir kenndi 28 ár, 1987 – 2018. Meðal annars frumkvöðull kennslu um heimabyggðina og um skráningu gönguleiða í nágrenni skólans ásamt Særúnu. Sjá þætti 39, 40, 41 og 43.

Sesselja Sigurðardóttir á Hellum (Lella) 1976 – 1989, stundakennari í handavinnu, kenndi einnig 3. bekk einn vetur. Sjá 38. þátt.

Steinarr Þór Þórðarson kenndi 1988 – 2003, aðallega íslensku á unglingastigi.

Inger Christensen 1991- 2018 ýmist sem leiðbeinandi, einkum í myndlist, textíl og dönsku. Vann einnig við stuðning og þrif. Sjá þætti 41 og 43.

Bergsvein Auðunsson skólastjóri 1986 – 1996. Stofnaði m.a. til árshátíðar nemenda, sem síðan hefur verið haldin árlega. Sjá þætti 34 og 40.

Snæbjörn Reynisson skólastjóri 1996 – 2007, á miklu vaxtarskeiði skólans þegar nemendafjöldi nær tvöfaldaðist og byggt var við skólann tvívegis svo flatarmálið fjórfaldaðist, undir hans stjórn. Vann einnig að menningarmálum sveitarfélagsins. Sjá þætti 33 og 40.

Helgi Hólm kennari 1994 – 2012. Frumkvöðull að tölvukennslu í skólanum. Var lengi ritstjóri tímaritsins Faxa. Sjá þátt 41.

Helgi Már Eggertsson, smíðakennari 1998 – 2008, var einnig með námskeið fyrir eldri borgara. Sjá þátt 38.

Kristín Halldórsdóttir leiðbeinandi aðallega í íslensku, hún var fyrsti stuðningsfulltrúi skólans og sum árin almennur starfsmaður. Alls 28 ár, 1994 – 2022, er enn við störf.

Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, fósturdóttir Jóns Inga, hefur kennt í 23 ár, fyrst sem nýstúdent 1991 og kennari frá 1996 að undanskildum þrem árum og er enn við störf.

Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur kenndi náttúrufræði við skólann 2000 – 2016, sjá þætti 39 og 40.

Inga Sigrún Atladóttir kennari 2001-2010 og lengst af deildarstjóri, forseti bæjarstjórnar 2010-13.

Valgerður Guðlaugsdóttir, myndlistarkona, kenndi myndlist við skólann í 15 ár, frá 2006 þar til hún lést í ársbyrjun 2021. Sjá þátt 38.

Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, myndlistarmaður og maður Valgerðar, leysti hana af í barnsburðarleyfi 2010, var síðan smíðakennari 2012 – 2021. Tók svo við myndlistinni 2022. Sjá þátt 38.

Marc Portal enskukennari frá 2008 og frumkvöðull í Evrópusamstarfi skólans. Sjá þátt 41.

Hannes Birgir Hjálmarsson kennari frá 2009 á unglingastigi, einnig í tölvumálum og erlendum samskiptum. Blúsari með meiru. Sjá þátt 41.

Guðbjörg Kristmundsdóttir kennari 2003 – 3012, fór síðan í Virk, varð svo formaður VSFK.

Þórdís Símonardóttir, fyrsti ritari skólans, frá 2002 – 2015. Þá tók Svanhildur Kristinsdóttir við.

Laufey Waage píanókennari og forstöðumaður tónlistar frá 2010 og starfar enn. Sjá þátt 37.

Svava Bogadóttir skólastjóri 2008 – 2018, kom m.a. á fót námsveri fyrir börn með sérþarfir og Riddaragarði fyrir nemendur með hegðunarvanda, hún kom á skólaþingi nemenda í nokkur ár. Bókasafnsvörður í hlutastarfi eftir að skólastjórn lauk. Sjá þátt 40.

Hálfdan Þorsteinsson aðstoðarskólstjóri 2012 – 2018, skólastjóri 2018 – 2021.

Hilmar Egill Sveinbjörnsson, kennari frá 2004, aðstoðarskólastjóri 2018 – 2021, skólastjóri frá 2021. Hann er landfræðingur og hefur samið landafræðnámsefni. Virkur í bæjarmálum og í golfklúbbnum Keili. Sjá þátt 40.

 

Fyrstu formenn skólanefndar voru: Stefán Thorarensen 1872 – 1886, Árni Þorsteinsson 1886 - 1910, Sigurjón J. Waage 1910 – 1915, Sæmundur Klemensson 1916 – 1921, Guðmundur Jóhannesson 1922 – 1923, Sveinn Pálsson 1923 – 1926, Árni Klemens Hallgrímsson 1926 – 1958, í 32 ár, um tíma í hreppsnefnd og hreppstjóri, lengi stöðvarstjóri pósts og síma (þáttur 30). Símon Kristjánsson á Neðri-Brunnastöðum tók við formennsku af Árna 1958, og voru með honum Guðmundur Björgvin Jónsson, Lyngholti (ritari) og Eyþóra Þórðardóttir, Ásgarði. Guðm. B skrifaði ítarlegar fundargerðir. Símon var formaður til 1974. Kona hans, Margrét Jóhannsdóttir, sá um húsvörslu og ræstingar skólans 1973 til dauðadags 1985 og Símon og dóttir þeirra, Þórdís, aðstoðuðu hana og tóku við af henni í 2 ár.

Guðríður Anddrésdóttir, var fyrsta konan í skólanefnd, frá 1931 til 1950. Síðan tók Eyþóra Þórðardóttir, þar sæti 1958 og sat lengi. Jón Guðnason, Landakoti var formaður skólanefndar 1974 – 1985 og kenndi jafnframt tónlist, enda organisti. Hreiðar Guðmundsson tók við af honum 1985. Allir fyrrgreindir formenn eru á mynd í Faxa 1990.

 

Heimildir: Sjá fyrri þætti. Einnig byggt á samtölum við starfsfólk og ferilskrá Ingu Sigrúnar Atladóttur. Einnig Faxa 1990.