100. fundur Jóngeirs Hjörvars Hlinasonar í bæjarstjórn

Jóngeir Hjörvar Hlinason, bæjarfulltrúi L-listans, sat sinn 100. fund í bæjarstjórn á 193. fundi hennar miðvikudaginn 11. maí 2002.

Jóngeir skipaði 2. sæti á L-lista, í sveitarstjórnarkosningum 2010. L-listinn fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn, og tók því Jóngeir sæti sem varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn. Hann sat sinn 1. fund sem slíkur á 60. fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þ. 24. febrúar 2011. Á því kjörtímabili sat Jóngeir alls 5 fundi sem varabæjarfulltrúi.

Jóngeir skipaði 2. sæti L-lista á ný við sveitarstjórnarkosningarnar 2014. L-listinn fékk þá einn mann kjörinn, og var því Jóngeir kjörinn varabæjarfulltrúi að nýju. Jóngeir sat alla fundi bæjarstjórnar sem varamaður frá upphafi kjörtímabilsins þar til aðalmaður L-listans óskaði eftir leyfi frá störfum á 130. fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þ. 18. janúar 2017. Jóngeir tók því sem við aðalmaður í bæjarstjórn á þeim fundi.

Jóngeir skipaði 1. sæti L-listans við sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018, þar sem L-listinn fékk einn fulltrúa kjörinn. Hann tók því sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn á því kjörtímabili sem nú er senn að ljúka.

Jóngeir hefur sótt alla fundi bæjarstjórnar samfellt frá 99. fundi, sem haldinn var þ. 16. júní 2014, eða 95 fundi í röð. Þetta er met sem væntanlega verður seint slegið.

Við þessi tímamót færði Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Jóngeiri þakklætisvott fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Jóngeir hefur verið óþreytandi að tala fyrir sínum baráttumálum í bæjarstjórn, enda tekur hann til máls á öllum fundum og við flesta dagskrárliði. Hann er vinnusamur með eindæmum, sem sannast best á því að hann kemur ávallt vel undirbúin á alla fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs, þar sem hann hefur setið sem áheyrnarfulltrúi.

Jóngeiri er óskað velfarnaðar í þeim verkefnum sem nú taka við og færðar kærar þakkir fyrir einlæglega vel unnin störf í þágu Sveitarfélagsins Voga.