100. fundur Björns Sæbjörnssonar í bæjarstjórn

Björn Sæbjörnsson bæjarfulltrúi tekur við bókargjöf úr hendi Ingþórs Guðmundssonar forseta bæjarstjó…
Björn Sæbjörnsson bæjarfulltrúi tekur við bókargjöf úr hendi Ingþórs Guðmundssonar forseta bæjarstjórnar

Miðvikudaginn 26. maí síðastliðinn sat bæjarfulltrúi D-listans Björn Sæbjörnsson sinn 100. bæjarstjórnarfund.

Björn var kjörinn varabæjarfulltrúi árið 2010 og fyrsta bæjarstjórnarfund sinn sat hann 27. janúar árið 2011. Björn tók sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn á miðju ári 2013 og hefur setið óslitið síðan. 

Sveitarfélagið óskar Birni til hamingju með þennan áfanga og þakkar honum störf hans í þágu sveitarfélagsins.

Þessa áfanga var minnst á fundi bæjarstjórnar 25. ágúst 2021 og af því tilefni færði sveitarfélagið Birni bókargjöf. Á meðfylgjandi mynd má sjá Ingþór Guðmundsson forseta bæjarstjórnar afhenda Birni gjöfina.