Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

66. fundur 17. mars 2015 kl. 17:30 - 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sveinn Björnsson staðgengill skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Uppbygging á reit Stofnfisks hf.

1408016

Sveitarfélagið Vogar - Vogavík.
Breyting á aðalskipulagi - 2008-2028 - Tillaga dags. desember 2014.
Deiliskipulag - Tillaga dags. 09.12.2014.

Tillögurnar hafa verið kynntar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Engar athugasemdir bárust.

Tillagan samþykkt samhljóða.

2.Stígur að Háabjalla

1105011

Umsókn Sveitafélagsins Voga um framkvæmdaleyfi til gerðar göngu- og reiðstígar við Háabjalla.
Heimild landeiganda liggur fyrir.

Erindið samþykkt samhljóða.

3.Vatnsverndarsvæði.

1503012

Liður er án gagna.
Rætt um vatnsverndarsvæði samkvæmt svæðisskipulagi Suðurnesja.

4.Fyrirspurn vegna framkvæmda við alifuglabú.

1503011

Efla verkfræðistofa, María Bjarnadóttir leggur fram fyrirspurn varðandi skipulagsáætlun fyrir Nesbúegg, Vogum

Um er að ræða fyrirhugaða stækkun á alifuglahúsi sem stendur austast á svæði Nesbú á Vatnsleysuströnd. Húsið yrði lengt um 28m. Heildarlengd þess verður þá 68m. Í húsinu eru 11.000 varphænur í dag og myndi sá fjöldi halda sér.
Óskað er eftir mati umhverfis- og skipulagsnefndar hvort vinna eigi skipulagsáætlun í þessu sambandi sem tekin verði fyrir skv. 44. gr. Skipulagslaga og fari í grendarkynningu eða hvort um deiliskipulagstillögu sé um að ræða.

Meginreglan er sú að svæðið verði deiliskipulagt, Umhverfis- og skipulagsnefnd er sammála um að um deiliskipulagstillögu sé að ræða.

5.Breytingar á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar.

1503005

Bréf Sangerðisbæjar dags. 4. mars 2015 þar sem kynnt eru drög að breytingartillögu Aðalskipulags Sandgerðisbæjar 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?