Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

64. fundur 20. janúar 2015 kl. 17:30 - 20:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson við 1. og 2. lið en Áshildur Linnet við 3. lið.
Dagskrá
Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingafulltrúi situr fundinn undir 1. og 2. lið og víkur af fundi að lokinni afgreiðslu þeirra.

1.Svæðisskipulag - Höfðurborgarsvæðið 2040

1412029

Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), dags. 12.12.2014 um auglýsingu tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - Höfuðborgarsvæðið 2040.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna.

2.Tillaga að landsskipulagsstefnu, framhaldsmál úr 1011026

1412034

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 19.12.2014 þar sem óskað er umsagnar tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna á þessu stigi.

3.Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2.

1405008

Umræðum og afgreiðslu þessa máls frestað til næsta fundar vegna forfalla Ármanns Halldórssonar skipulagsfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?