Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

63. fundur 09. desember 2014 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Uppbygging á reit Stofnfisks hf.

1408016

Sveitarfélagið Vogar - Vogavík.
Breyting á aðalskipulagi - 2008-2028 - Tillaga.
Deiliskipulag - Tillaga.
Sveitarfélagið Vogar - Vogavík.
Breyting á aðalskipulagi - 2008-2028 - Tillaga dags. desember 2014.
Deiliskipulag - Tillaga dags. 09.12.2014.

Tillögurnar hafa verið kynntar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögurnar og leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024

1412019

Fundargerð 1. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem var haldinn fimmtudaginn 13.nóvember 2014.
Lögð fram fundargerð 1. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem var haldinn fimmtudaginn 13.nóvember 2014.

3.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga

1412018

17. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem var haldinn þann 6. nóvember sl.
Lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 03.12.2014 þar sem kynntur er 17. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem var haldinn þann 6. nóvember sl. Einnig er minnt á skil skýrslu náttúruverndarnefnda um yfirlit yfir störf sín.

Stefnt er að drög að skýrslu liggi fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?