Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

62. fundur 18. nóvember 2014 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Uppbygging á reit Stofnfisks hf.

1408016

Sveitarfélagið Vogar - Vogavík.
Breyting á aðalskipulagi - 2008-2028. Deiliskipulag
Skipulags- og matslýsing - Tillaga. Dags. 30.09.2014.

Skýring: Umfjöllun að lokinni kynningu.
Skipulagsnefnd tekur við ábendingum og hefur þær til hliðsjónar við útfærslu tillögu. Ekki er þörf á að svara ábendingum við lýsingu með formlegum hætti.
Sveitarfélagið Vogar - Vogavík.
Breyting á aðalskipulagi - 2008-2028. Deiliskipulag
Skipulags- og matslýsing - Tillaga, dags. 30.09.2014.

Lýsingin hefur verið kynnt í samræmi við 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4.2.4 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Lýsingin var send til umsagnar hjá; Skipulagsstofnunun, Umhverfisstofnun, Fiskistofu, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og HS Veitum hf.
Umsagnir og ábendingar hafa borist frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Þorvaldi Erni Árnasyni.

Umsagnir og ábendingar um lýsinguna og drög að tillögu rædd og henni vísað til áframhaldandi vinnslu. Jafnframt er þakkað fyrir þær ábendingarnar sem hafa borist. Lagt er til að tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og tillaga að deiliskipulagi verði kynnt á næstunni í samræmi við við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Fyrirspurn um byggingu íbúðarhúss á Vatnsleysuströnd.

1410019

Kristján Guðlaugsson er með fyrirspurn, skv. tölvupósti frá 19. október 2014, um byggingu íbúðarhúss á Vatnsleysuströnd. Annarsvegar á reit úr landi Þórustaða og hinsvegar á reit í Breiðagerðishverfi.

Skýring: Skv. aðalskipulagi er Breiðagerði frístundasvæði (F-2). Reitur á Þórustöðum er blandað svæði íbúðarbyggðar og opinna svæða til sérstakra nota (ÍB-7 golfgarðar)
Kristján Guðlaugsson er með fyrirspurn., skv. tölvupósti frá 19. október 2014, um byggingu íbúðarhúss á Vatnsleysuströnd. Annarsvegar á spildu úr landi Þórustaða og hinsvegar á lóðum í Breiðagerðishverfi.

Skv. aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 er reitur á Þórustöðum blandað svæði íbúðarbyggðar og opinna svæða til sérstakra nota (ÍB-7) Það samræmist því aðalskipulagi að byggja íbúðarhús á reitnum. Gera þarf deiliskipulag af umræddri spildu. Tekið er jákvætt í þær hugmyndir um húsgerð sem lýst er í erindinu, en nánari útfærslu vísað til aðstæðna og deilisskipulagsgerðar.

Skv. aðalskipulagi er Breiðagerði frístundasvæði (F-2). Þar er eingöngu heimilt að byggja frístundahús og því ekki mögulegt að byggja íbúðarhús.

3.Umsókn um byggingarleyfi

1310012

Bygging kirkju að Minna-Knarrarnesi.
Byggingarleyfisumsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Athugasemdir hafa borist frá eigendum Stóra-Knarrarness I, Stóra - Knarrarness I sumarhús og Hellum.

Skýring: Að liðnum þeim fresti sem gefinn var í kynningarbréfinu tekur skipulagsnefnd afstöðu til þeirra athugasemda sem fram kunna að hafa komið. Sveitarstjórn tekur málið til afgreiðslu og tekur afstöðu til athugasemda, umsagnar skipulagsnefndar og gagna grenndarkynningarinnar. Senda skal þeim sem gerðu athugasemdir svör skipulagsnefndar / sveitarstjórnar og skal í svörum til hagsmunaaðila geta um kæruheimildir.

Bygging kirkju að Minna-Knarrarnesi.
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir hafa borist frá eigendum Stóra-Knarrarness I, Stóra - Knarrarness I sumarhús og Hellum.

Umfjöllun nefndarinnar um athugasemdir:

1.
Stóra - Knarrarnes I. Ólafur Ellertsson formaður f.h. eigendafélags Stóra - Knarrarness. Bréf dags. 19.10.2014.
Svar: Sé vafi á að byggingin sé staðsett innan lands Minna - Knarrarness þarf að leggja fram staðfest gögn hlutaðeigandi aðila um staðsetningu áður en veitt er byggingarleyfi. Grenndarkynning var send til þess aðila af skráðum eigendum sem reikningar vegna fasteignagjalda eignarinnar eru sendir til þar sem talið var að hann væri sameiginlegur fulltrúi eigenda og því nægjanlegt að senda honum kynninguna.

2.
Stóra - Knarranes I, sumarhús. Fjóla Jóhannsdóttir. Bréf dags. 27.10.2014.
Svar: Sé vafi á að byggingin sé staðsett innan lands Minna - Knarrarness þarf að leggja fram staðfest gögn hlutaðeigandi aðila um staðsetningu áður en veitt er byggingarleyfi.
Ekki kemur fram hvaða athugasemdir það eru sem gerðar eru við framkvæmd kynningarinnar. Hægt er að taka undir það að afstöðumynd með loftmynd kemur óskýrt út við ljósritun og hluti texta ógreinilegur.

3.
Hellur, Guðmundur Franz Jónasson. Bréf dags. 31.10.2014.
Svar: Ekki er gerð grein fyrir í athugasemdum hvar lóðarmörk Hellna liggja. Af afstöðumynd má ráða að lóðarmörk Minna -Knarrarness liggi a.m.k. að Vatnsleysustrandarvegi og er fyrirhuguð bygging sýnd í rúmlega 58 m fjarlægð frá veginum, sem er svipuð fjarlægð og núverandi fjárhús á landinu eru. Því er ekki hægt að taka undir það að byggingin sé í nokkurra metra fjarlægð frá lóðarmörkum Hellna. Ekki er tekið undir að um sjónmengun af byggingunni sé að ræða að teknu tilliti til þeirra húsa sem eru í grenndinni.
Ekki er fjallað um þær athugasemdir sem ekki varða bygginguna sjálfa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningar með þeim skilyrðum að lögð verði fram staðfest gögn hlutaðeigandi aðila um að byggingin sé staðsett innan lands Minna - Knarrarness.
Nefndin áréttar að gætt verði að 15 m friðhelgun fornminja skv. umsögn Minjastofnunar dags. 14. mars 2014. Einnig þarf að athuga gólfkóta m.t.t. hækkandi sjávarstöðu sbr. bréf Skipulagsstofnunar 9. maí 2014.

Athugasemdum við umsóknina og afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar á þeim er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar ásamt afgreiðslu umsóknarinnar.

Málsmeðferð byggingarleyfis verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

4.Umsókn um byggingarleyfi, Vogavík Stofnfiskur.

1410017

Vogavík fiskeldisstöð, Stofnfiskur hf. sækir um byggingarleyfi fyrir starfsmannbúðum til bráðabirgða skv. umsókn dags. 15.10.2014 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 16.10.2014.

Skýring: Umsóknin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir, skal því fara fram grenndarkynning áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. (kemur til álita í þessu tilviki)
Vogavík fiskeldisstöð, Stofnfiskur hf. sækir um byggingarleyfi fyrir starfsmannbúðum til bráðabirgða skv. umsókn dags. 15.10.2014 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 16.10.2014.

Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi getur skipulagsnefnd ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar, enda fari áður fram grenndarkynning, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skv. 3. mgr. sömu greinar laganna er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Vinnueftirlits og Brunavarna Suðurnesja.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að byggingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda vegna fjarlægðar í næstu hús og fellur því frá grenndarkynningu.

Afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Málsmeðferð byggingarleyfis verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

5.Framlag til verkefna í hafnargerð og sjóvörnum.

1410008

Fjögurra samgönguáætlun 2015-2018, bréf Vegagerðarinnar dags. 9. október 2014.
Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, bréf Vegagerðarinnar dags. 9. október 2014.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sótt verði um framlag til þeirra sjóvarna sem ólokið er skv . fyrri samgönguáætlunum. Sem eru við: Stóru-Vogaskóla og eiðið við Vogatjörn, Norðan Marargötu og á Vatnsleysuströnd við Breiðagerðisvík.

6.Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

1209030

Skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.

Frestað mál frá 60. fundi nefndarinnar.
Skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að ekki sé ástæða til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins.

7.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Garðs 2013- 2030

1410002

Bréf Sveitarfélagsins Garðs dags. 30.09.2014 þar sem kynnt er tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.
Bréf Sveitarfélagsins Garðs dags. 30.09.2014 þar sem kynnt er tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?