Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 20. nóvember 2008 kl. 18:00 - 20:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga,

fimmtudaginn 20. nóvember 2008 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru; Þorvaldur Örn Árnason, Agnes Stefánsdóttir, Oktavía Ragnarsdóttir,

Þórður Guðmundsson og Guðbjörg Thedórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H.

Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Agnes Stefánsdóttir ritar fundargerð í tölvu.

Þorvaldur setur fundinn og býður nefndina velkomna til starfa.

 

Erindisbréf

1. Erindisbréf og starf nefndarinnar.

Nefndin skiptir með sér verkum. Formaður stingur upp á að Oktavía verði

varaformaður og Guðbjörg ritari nefndarinnar. Samþykkt einróma.

Drög að erindisbréfi umhverfis og skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga

lögð fram til kynningar og umræðu.

Þorvaldur þakkar fundarmönnum góðar ábendingar varðandi drögin og mun

koma þeim áfram til bæjarstjórnar.

Þórður Kr. Guðmundsson leggur fram eftirfarandi bókun:

Þykir mér miður það vantraust sem sem bæjarstjórn sýnir fráfarandi skipulags

og byggingarnefnd, með því að leggja hana niður og stofna til annarar

nefndar með sama hlutverk og sú fyrri, að viðbættum umhverfismálunum, en

þau voru áður undir skipulags og byggingarnefnd í valdatíð fyrri meirihluta.

Um leið og ég harma það vantraust sem fráfarandi formanni er sýndur, vil ég

þakka honum fyrir samstarfið, og óska velfarnaðar í framtíðinni.

Ennfremur vil ég óska nýjum formanni til hamingju með embættið og vona

að samstarfið í nefndinni verði jafn málefnalegt og faglegt sem við fyrri

formenn meirihlutans í bæjarstjórn.

Þórður Kr. Guðmundsson.

Byggingarleyfi

2. Sigurður Þorsteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi að

Breiðagerði 19 skv. umsókn dags. 20.02.2008 og uppdráttum Sverris

Ágústssonar arkitekts dags. 25.09.2008, afgreiðsla að lokinni

grenndarkynningu.

Ein athugasemd barst áður en athugasemdafrestur rann út, frá lóðareiganda

Breiðagerðis 16 með bréfi dags. 13.10.2008. Þar er gerð athugasemd við

stærð hússins og að hún sé ekki í samræmi við önnur hús á svæðinu, einnig

að gert sé ráð fyrir bílgeymslu í húsinu. Í ljósi þessa sé húsinu ætlað að vera

heilsárshús sem kalli á meiri umferð en eðlilegt sé um svæði frístundahúsa.

 

Svar nefndarinnar við athugasemd:

Þar sem ekki gilda neinir sérstakir skipulagsskilmálar um svæðið, gilda

almenn ákvæði Byggingareglugerðar nr. 441/1998. Þar eru engar

takmarkanir á stærð né hæð frístundahúsa né ákvæði sem banna bílageymslur.

Samkvæmt landslögum er óheimilt að skrá lögheimili í frístundabyggð en

notkun heimil allt árið.

Önnur athugasemd barst eftir að athugasemdafrestur rann út, frá

lóðareiganda Breiðagerðis 18 með bréfi dags. 11.11.2008. Þar er gerð

athugasemd um að húsið samsvari sér ekki sem frístundahús í formi og

nálægð þess við lóð bréfritara.

Svar nefndarinnar við athugasemd:

Þar sem ekki gilda neinir sérstakir skipulagsskilmálar um svæðið gilda

almenn ákvæði Byggingareglugerðar nr. 441/1998 þar sem eru engar

takmarkanir á formi frístundahúsa.

Lóð umsækjanda er 5422 m 2 og 16,8 metrar eru frá lóðamörkum að húsi sem

er fullnægjandi.

Þar sem umsókn samræmist Skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 er

byggingarleyfi samþykkt með fyrirvara um samþykki Eldvarnareftirlits.

Byggingafulltrúa er falið að sjá til þess að rotþró verði fundinn nýr staður

fjær lóðamörkun.

3. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, frá

16. október 2008, varðandi byggingarleyfi fyrir bílskúr o.fl. við Hafnargötu

nr. 5 í Vogum. Einnig lagt fram minnisblað Landslaga lögfræðistofu, dags. 18.

nóvember 2008.

Samþykkt, með vísan til framlagðs minnisblaðs, að gefa eigendum á lóðunum

nr. 2, 4 og 6 við Hólagötu og Hafnargötu 5 og 7 kost á að tjá sig um málið

m.t.t. rannsóknar- og andmælareglu stjórnsýslulaga og þeirra sjónarmiða sem

reifuð eru í minnisblaðinu. Frestur til þess verði 14. dagar frá móttöku bréfs

þar um. Í kjölfarið verður málið tekið fyrir á ný og gerð tillaga að afgreiðslu

málsins sem kynnt verður sömu aðilum áður en til endanlegrar afgreiðslu

málsins kemur.

 

Ýmis mál

4. Lagt fram tölvubréf íbúa Egilsgötu 8, frá 11.11.2008, vegna landfyllingar við

enda Mýrargötu þar sem lýst er áhyggjum vegna losunar efna og hættu á

umhverfisspjöllum.

Nefndin felur byggingafulltrúa að sjá til þess að ekki verði meira efni losað á

þessum stað og fundin verði lausn á frágangi svæðisins.

Einnig ítrekar nefndin fyrri samþykktir umhverfisnefndar og skipulags- og

byggingarnefndar um losun jarðvegsefna og mikilvægi þess að fundinn

verði varanlegur staður fyrir losunartipp. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar

að hrinda því í framkvæmd.

 

5. Hugmynd um styrkumsókn til að gera úttekt á varðveislugildi elstu húsa

sveitarfélagsins.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að sækja um styrk til Húsafriðunarnefndar

ríkisins til að gera húsakönnun í sveitarfélaginu. Umsóknarfrestur er til 1.

desember næstkomandi.

 

Fleira ekki gert og fund slitið kl:20:30

Getum við bætt efni síðunnar?