Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 17. febrúar 2009 kl. 18:00 - 19:35 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga,

þriðjudaginn 17. febrúar 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Hörður Harðarson, Oktavía Ragnarsdóttir, Þórður

Guðmundsson og Guðbjörg Thedórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Hörður Harðarson ritar fundargerð í tölvu.

 

Umhverfismál

1. Vogatjörn, áætlun um endurheimt hólmans og fuglalífs.

Umræða um Vogatjörn og umhverfi hennar. Nefndin leggur til að norðurbakki

tjarnarinnar verði byggður upp eins fljótt og auðið er.

Jafnframt leggur nefndin til að sérfróður aðili verði fenginn til ráðgjafar um

endurheimt fuglalífs.

 

2. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. janúar varðandi áherslur

í úrgangsmálum, vísað af bæjarráði til upplýsingar.

Bréfið lagt fram til upplýsingar.

Nefndin lýsir ánægju sinni með stefnumótun Sambandsins.

 

Byggingarleyfi

3. Tjarnargata 1b, Vogum. Umsókn Reykjaprents ehf. dags. 25.11.2008 um

byggingarleyfi fyrir skiptingu húss í 2 íbúðir, rif á skúrbyggingu og

nýbyggingar í staðinn, ýmsum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi,

breytingu á bílgeymslu, breytingu á frágangi lóðar og bílastæða. Skv.

aðaluppdráttum GLÁMU-KÍM arkitekta. Afgreiðsla að lokinni

grenndarkynningu.

Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 2. fundi nefndarinnar 12. janúar

sl. Engar athugasemdir hafa borist. Fyrir liggur samþykki eldvarnareftirlits.

Umsóknin er samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

 

4. Hábær 1, Vogum. Umsókn Reykjaprents ehf. dags. 25.11.2008 um

byggingarleyfi fyrir, rif á forstofubyggingu og breyting á inngangi, ýmsum

breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi, breytingu bílastæða á lóð. Skv.

aðaluppdráttum GLÁMU-KÍM arkitekta. Afgreiðsla að lokinni

grenndarkynningu.

 

2

 

Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 2. fundi nefndarinnar 12. janúar

sl. Engar athugasemdir hafa borist. Fyrir liggur samþykki eldvarnareftirlits.

Umsóknin er samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

 

5. Kirkjugerði 10, Vogum, Umsókn Svanborgar Svansdóttur dags. 12.01.2009

um framlengingu á áður útgefnu byggingarleyfi vegna breytingar á bílskúr

skv. teikningum Gísla Gunnarssonar dags. í des. 1994, sem samþykkt var í

skipulags- og byggingarnefnd 26.11.2007. Með erindinu fylgir

grenndarkynnig með samþykki nágranna.

Ekki er þörf á frekari grenndarkynningu þar sem samþykki nágranna liggur

fyrir. Umsóknin er samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.

 

Stöðuleyfi

6. Umsókn Gunnars Helgasonar dags. 14.01.2009 um stöðuleyfi fyrir byggingu

sumarhúss til flutnings á lóðinni að Iðndal 23, Vogum og stöðuleyfi fyrir

vinnuskúr á meðan á byggingu sumarhússins stendur. Fyrir liggur samþykki

lóðarhafa.

Stöðuleyfi fyrir byggingu sumarhússins er veitt meðan á byggingu þess

stendur eða til allt að 12 mánaða og fyrir vinnuskúrnum til sama tíma. Sækja

ber um byggingarleyfi fyrir sumarhúsinu í samræmi við kröfur

byggingarreglugerðar um byggingu frístundahúsa. Umsóknin er samþykkt,

samræmist lögum nr. 73/1997.

 

7. Umsókn Gunnars Helgasonar dags. 28.01.2009 um stöðuleyfi fyrir húsi til

sölu veitinga á reit milli bílaplans við íþróttamiðstöð og íþróttavallar.

Afgreiðslu umsóknarinnar er frestað þar til nánari upplýsingar liggja fyrir um

veitingasöluna, húsið og staðsetningu þess og leyfi landeiganda.

 

Fleira ekki gert og fund slitið kl: 19.35

Getum við bætt efni síðunnar?