Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 19. maí 2009 kl. 18:00 - 20:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 19.

maí 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Hörður Harðarson, Oktavía Jóh. Ragnarsdóttir og

Guðbjörg Theodórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og

byggingarfulltrúi. Oktavía Jóh. Ragnarsdóttir ritar fundargerð í tölvu. Þórður Guðmundsson

mætir kl: 18:15

Formaður leitar afbrigða frá áður auglýstri dagskrá um að taka eitt annað mál á dagskrá, að

skrá mannvirki sem eru í trássi við byggingarreglugerð ásamt útrunnum stöðuleyfum,

samþykkt að taka málið undir 15. lið.

 

Skipulagsmál

1. Hafnar-, Hóla-, Austur-, Marar- og Mýrargata, tillaga að breytingu á

deiliskipulagi.

Breytingin felst í því að:

a) Lóðarmörk milli lóða 5 og 7 við Hafnargötu eru færð til um 2 m til austurs

og verður lóð nr. 5 því 1190 m² í stað 1122 m² og lóð nr. 7 verður 1080 m² í

stað 1148 m²

b) Inn á lóð 5 er settur 65 m² byggingarreitur fyrir bílgeymslu.

.

Nefndin metur það svo að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi og

samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt sbr. skipulags- og byggingarlög nr.

73/1997, m.s.b. 7. mgr. 43. gr. um grenndarkynningu.

Kynna skal tillöguna fyrir eigendum fasteigna á lóðum nr. 3 og 7 við Hafnargötu

og nr. 2, 4 og 6 við Hólagötu.

Uppfæra þarf teikningu af göngustíg við austurenda Marargötu og

grenndarkynna það íbúum að Maragötu 5 og 8.

Nefndin hafnar því að göngustígur milli Marargötu 3 og 5 verð tekinn út af

skipulagi.

2. Íþróttasvæði, tillaga að deiliskipulagi í vinnslu.

Hugmynd af rammaskipulagi íþróttasvæðis lögð fram til kynningar. Nefndin

tekur vel í tillöguna.

 

Umhverfismál

 

2

 

3. Starfsleyfisskilyrði losunarstaða/landmótunarsvæða í landi Sveitarfélagsins

Voga, bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dags. 5. maí 2009 þar sem óskað er

umsagnar um skilyrðin.

Í sveitarfélaginu Vogum hefur verið losaður jarðvegur allvíða til að móta land.

Enginn einn staður er það stór að reglur sem þessar gætu átt við hann.

Starfsmenn sveitarfélagsins hafa fylgst eftir megni með að ekki sé losað þar

annað en jarðvegur.

Nefndin telur starfsleyfisskilyrði sem þessi ekki eiga við í okkar sveitarfélagi.

Jafnvel þótt að í aðalskipulagstillögu sé afmarkað lítið svæði til að losa jarðveg

er það ekki af þeirri stærðargráðu að hægt væri að hafa þar vaktaðan stað með

föstum opnunartíma.

 

4. Vatnsverndarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélaga, bréf Orkustofnunar dags. 27.

apríl 2009 þar sem óskað er upplýsinga á stafrænu formi um afmörkun

vatnsverndarsvæða í núgildandi aðalskipulagi.

Nefndin bókar: Ómengað grunnvatn getur í framtíðinni orðið verðmætasta

náttúruauðlindin í Sveitarfélaginu Vogum. Í tillögu að aðalskipulagi

sveitarfélagsins fyrir árin 2008-2028 sem nú hefur verið auglýst eru skilgreind

umfangsmikil vatnsverndarsvæði sem eru skýrt afmörkuð á stafrænu formi.

Nefndin leggur til að Orkustofnun verði bent á aðalskipulagstillöguna og bendi á

hvenær umsagnarfrestur rennur út.

Jafnframt að Orkustofnun fái umbeðin gögn á stafrænu formi af

vatnsverndarsvæðum.

 

Framkvæmdaleyfi

5. Vogatjörn, Aragerði, tröppur í Heiðargerði og stígur við Vogabraut,

framkvæmdaleyfi til frágangs svæða.

Nefndin samþykkir framkvæmdirnar og veitir framkvæmdaleyfi.

 

Byggingarleyfi

6. Iðndalur 10a Vogum.

Umsókn Lionsklúbbsins Keilis skv. bréfi dags. 22.12.2008 um byggingarleyfi

fyrir félagsheimili Lionsklúbbsins skv. aðaluppdráttum Nýju Teiknistofunnar.

Samþykkt, samræmist aðal- og deiliskipulagi og kröfur skipulags- og

byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.

 

7. Vogagerði 21 Vogum.

Umsókn Þorsteins Einarssonar dags 29.04.2009 um byggingarleyfi fyrir

einbýlishúsi skv. aðaluppdráttum Artik teiknistofu.

 

3

 

Samþykkt, samræmist aðal- og deiliskipulagi og kröfur skipulags- og

byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.

 

8. Iðndalur 5 Vogum.

Umsókn björgunarsveitarinnar Skyggnis dags. 14.05.2009 um byggingarleyfi

fyrir viðbyggingu skv. aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf.

Samþykkt, samræmist aðal- og deiliskipulagi og kröfur skipulags- og

byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.

Áskilið er samþykki meðeiganda hússins að Iðndal 5a.

 

9. Hofgerði 7b Vogum.

Umsókn Hilmars E. Sveinbjörnssonar og Áshildar Linnet dags 14.05.2009 um

byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi skv. staðsetnigu á lóðarblaði og útlitsmynd.

Samþykkt, samræmist kröfum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.

 

10. Hafnargata 17 Vogum.

Umsókn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. um byggingarleyfi fyrir skjólvegg

skv. uppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. Annarsvegar er um að ræða vegg til

bráðabirgða úr timbri og plexigleri og hinsvegar um varanlegan vegg úr stáli og

öryggisgleri.

Samþykkt að veita leyfi fyrir vegg til bráðabirgða til allt að 6 mánaða þar til

varanlegur skjólveggur kemur, samræmist kröfum skipulags- og byggingarlaga

nr. 73/1997 m.s.b.

 

11. Kálfatjörn, Vatnsleysuströnd, golfskáli, breyting innra skipulags samþykki

reyndarteikninga skv. uppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf.

Samþykkt, samræmist kröfum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.

 

12. Umsókn Gunnars Helgasonar dags. 14.05.2008 um byggingarleyfi fyrir

sumarhúsi til flutnings á lóðinni að Iðndal 23 skv. aðaluppdráttum Kristjáns

Leifssonar.

Samþykkt í samræmi við afgreiðslu 6. máls á 4. fundi nefndarinnar 17.02.2009

um stöðuleyfi, samræmist kröfum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997

m.s.b.

 

Stöðuleyfi

13. Umsókn Marteins Ægissonar, Gunnars Helgasonar og Oscars G. Burns dags.

09.05.2008 um stöðuleyfi til eins árs frá 1. júní 2009 fyrir húsi til sölu veitinga á

reit milli bílaplans við íþróttamiðstöðvar og íþróttavallar.

 

4

 

Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. mars 2010, samræmist kröfum skipulags- og

byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. Frágangur skal gerður í samráði við

byggingarfulltrúa.

Áskilið er samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fyrir húsnæðinu og

starfseminni.

 

Ýmis mál

14. Breiðagerði 3, Vatnsleysuströnd, bréf Gunnars Helgasonar dags. 10.05.2009 þar

sem hann viðrar sín sjónarmið varðandi afgreiðslu umsóknar um stöðuleyfi og

ákvörðun um beitingu dagsekta.

Fyrir liggur að Gunnar Helgason hefur ekki umráðarétt yfir lóðinni né meintur

landeigandi því ekki hefur fengist þinglýst stofnskjali fyrir lóðina útgefnu af

honum. Einnig liggur fyrir að stöðuleyfi sem veitt var á sínum tíma er útrunnið

og verður ekki endurnýjað. Aðrar framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á lóðinni

eru án leyfis.

Nefndin sér ekki ástæðu til að breyta ákvörðun um tímafresti og dagsektir sem

tekin var ákvörðun um á 6. fundi nefndarinnar 21. apríl sl.

 

15. Mannvirki sem eru í trássi við byggingarreglugerð ásamt útrunnum

stöðuleyfum.

Nefndin felur byggingarfulltrúa að skrá mannvirki sem eru í trássi við

byggingarreglugerð ásamt útrunnum stöðuleyfum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:30

Getum við bætt efni síðunnar?