Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 23. júní 2009 kl. 18:00 - 20:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 23.

júní 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Hörður Harðarson, Oktavía Jóh. Ragnarsdóttir og Geir

Ómar Kristinsson. Guðbjörg Theódórsdóttir og Þórður Guðmundsson boðuðu forföll. Einnig

situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Hörður Harðarson ritar

fundargerð í tölvu.

 

Skipulagsmál

1. Hafnar-, Hóla-, Austur-, Marar- og Mýrargata, tillaga að breytingu á

deiliskipulagi.

Tillögunni var vísað í grenndarkynningu á 8. fundi nefndarinnar þann 19. maí sl.

Grenndarkynningartíma er lokið og hafa engar athugasemdir komið fram við

tillöguna.

Nefndin samþykkir tillöguna með breytingu sbr.2. mál og vísar henni til

afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

2. Bréf íbúa við Marargötu dags. 4. júní 2009 vegna andstöðu við hluta af gildandi

deiliskipulagi Hafnar-, Hóla-, Austur-, Marar- og Mýrargata er varðar

staðsetningu göngustíga.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til að göngustígar milli Marargötu 3 og 5

og norðan við Marargötu verði fjarlægðir af deiliskipulagi þar sem aðrir stígar

komi til með að tryggja gott aðgengi um þetta svæði. Nefndin telur þessa

breytingu óverulega og leggur til að hún verði útfærð í endanlegri

skipulagstillögu samkvæmt 1. máli.

 

3. Tillaga að aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu,

skv. bréfi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar dags. 26. maí 2009.

Nefndin bendir á að ekki er samræmi milli aðalskipulagstillögu Sv.Voga dags

15.maí og tillögu Reykjanesbæjar er snýr að göngu-, hjóla- og reiðleiðum.

 

Umhverfismál

4. Suðvesturlínur. Styrking raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi. Mat á

umhverfisáhrifum. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. maí 2009 þar sem óskað

er umsagnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sbr.

frummatsskýrslu Landsnets.

 

2

 

Nefndin gerir ekki athugasemdir við matið en ítrekar þá afstöðu Sv. Voga, sem er að

loftlínur séu aðeins tímabundin lausn sbr. samkomulag Sv.Voga og Landsnets.

 

5. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. maí. Vegna frumvarps til

vegalaga. Erindinu er vísað frá bæjarráði til umhverfis- og skipulagsnefndar til

upplýsingar.

Lagt fram til upplýsingar.

 

6. Bréf frá Styrktarsjóði EBÍ dags 28. maí. Bæjarráð felur umhverfis- og

skipulagsnefnd og frístunda- og menningarnefnd að leggja fram tillögur að

verkefnum fyrir 6. ágúst næstkomandi.

Nefndin leggur til að upplýsingaskiltið við útskot á Vogabraut verði endurnýjað

og bætt verði við upplýsingum um áhugaverða staði í sveitarfélaginu. Einnig

leggur nefndin til að svipað skilti verði gert við mislægu gatnamótin við

Vatnsleysustrandarveginn. Samhliða þessu verði unnið að sögu- og upplýsinga-

korti af sveitarfélaginu. Nefndin leggur til að sótt verði um styrk til EBÍ til

undirbúningsvinnu fyrir fyrirhuguð kort og skilti.

 

7. Staða viðræðna við stjórn Reykjanesfólkvangs um aðild Sv. Voga. Formaður

segir frá stöðu mála.

Nefndin fagnar því að viðræður séu hafnar.

 

8. Heimsókn Húsafriðunarnefndar í Sveitarfélagið Voga 9. júní sl. Formaður segir

frá.

Nefndin þakkar Húsafriðunarnefnd fyrir komuna.

 

9. Blómaskoðun í Hrafnagjá 14. júní. Formaður segir frá.

15 manns skoðuðu blóm í Hrafnagjá á árlegum norrænum blómaskoðunardegi.

 

10. Staða umhverfisframkvæmda í Aragerði og víðar. Byggingarfulltrúi segir frá.

Nefndin fagnar byrjun framkvæmda og er verkið á áætlun.

 

11. Stígur að Háabjalla undir Reykjanesbraut. Umræður og kynning.

Nefndin felur byggingarfulltrúa og formanni að kanna fyrirhugað stígstæði og

ræða við landeigendur, HS veitur og Landsnet um fyrirhugaðan stíg að

Háabjalla.

 

3

 

12. Skipuleggja upplýsingaöflun vegna umhverfisviðurkenninga og ákveða

skoðunar- og fundardag upp úr mánaðamótum.

Formaður fer yfir verklag við skoðun og ákveður að auglýsa eftir tilnefningum og

gefur frest til 5.júlí.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:30

Getum við bætt efni síðunnar?