Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 09. júlí 2009 kl. 18:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 9.

júlí 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Hilmar Egill Sveinbjörnsson, Oktavía Ragnarsdóttir,

Guðbjörg Theódórsdóttir og Þórður K. Guðmundsson, Hörður Harðarson boðaði forföll.

Oktavía Ragnarsdóttir ritar fundargerð í tölvu.

 

Skipulagsmál

1. Aðalskipulag sveitarfélagsins

Umsagnarfrestur er liðinn. Formaður upplýsir nefndarmenn um framkomnar

tillögur og rætt var um næstu skref.

Umhverfismál

2. Umhverfisviðurkenningar

Nefndin fór yfir tilnefningar sem borist hafa og nefndarmenn sjálfir tilnefndu

nokkra aðila. Þórður yfirgaf fundinn kl 19:00.

Farið var í skoðunarferð um Voga og Vatnsleysuströnd.

Eftirfarandi eru tillögur nefndarinnar:

Hvammsgata hlýtur viðurkenningu sem snyrtilegasta gatan með fallegan

heildarsvip.

Nesbú hlýtur viðurkenningu fyrir snyrtileg hús og umhverfi í Vogum og á

Vatnsleysuströnd.

Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir og Rúnar Vigfússon Ægisgötu 39, hljóta

viðurkenningu fyrir vandaðar endurbætur á eldra húsnæði og glæsilegan garð

sem ræktaður hefur verið upp af mikilli alúð með fjölbreyttum gróðri og

skemmtilegu skipulagi og þjónar vel íbúum hússins og gleður augu vegfarenda.

Susan Anna Björnsdóttir og Guðlaugur J. Gunnlaugsson Hofgerði 3, hljóta

viðurkenningu fyrir fallegan og vel gróinn garð. Garðurinn hefur notið áhuga og

alúðar eigenda árum saman.

Grétar I. Hannesson hlýtur viðurkenningu fyrir endurbætur og viðhald á húsi

forfeðra sinna, Suðurkoti á Vatnsleysuströnd. Einnig fyrir söfnun og virðingu

fyrir gömlum munum sem hann varðveitir í húsinu.

Nefndin leggur til að útbúið verði merki til að setja við innakstur í Hvammsgötu

þar sem kemur fram að gatan hafi hlotið þessa viðurkenningu árið 2009..

 

2

 

Nefndin fól formanni að ganga frá pistli í samráði við nefndarmenn þar sem

getið er þeirra sem tilnefndir hafa verið og muni birtast fljótlega á vef

sveitarfélagsins.

Fundargerð þessi á ekki að birtast á vefnum fyrr en á fjölskyldudaginn 8. ágúst.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 24.00

Getum við bætt efni síðunnar?