Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

13. fundur 25. júní 2009 kl. 18:00 - 21:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 25.

ágúst 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Oktavía Ragnarsdóttir, Guðbjörg Theódórsdóttir, Þórður

K. Guðmundsson, Agnes Stefánsdóttir og Maríanna Einarsdóttir sem situr fundinn sem

byggingafulltrúi. Agnes Stefánsdóttir ritar fundargerð í tölvu.

Byggingarleyfi

1. Egilsgata 8, Vogum. Umsókn Bjarna Þórissonar og Mörtu Guðrúnar

Jóhannsdóttur dags. 2. júlí 2008 um byggingarleyfi fyrir breytingum á

hlöðu, matshluti 05, skv. meðfylgjandi lýsingu og rissteikningum. Breytingin

felst í: veggir einangraðir og klæddir timburklæðningu, jarðvegur settur að

hliðum og þak einangrað og tyrft, hurðum og gluggum breytt.

Umsóknin er samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997. Bent skal á að sækja ber

um leyfi áður en framkvæmdir hefjast.

2. Ægisgata 41, Vogum. Umsókn Tinnu Magnúsdóttur og Teits Sigmarssonar

dags. 28. júlí 2008 um byggingarleyfi fyrir garðhúsi/dúkkuhúsi á lóð, skv.

meðfylgjandi rissteikningu.

Bent skal á að umrætt garðhús/dúkkuhús er yfir þeim mörkum sem sveitarfélagið

setur um svokölluð smáhýsi og er mjög áberandi í götumyndinni. Leitað skal álits

nágranna að Heiðargerði 17, 18 og 19 og Ægisgötu 40 og 42 áður en nefndin

tekur afstöðu. Bent skal á að sækja ber um leyfi áður en framkvæmdir hefjast.

3. Narfakot Vatnsleysuströnd. Umsókn Halldórs H. Halldórssonar um

einangrun útveggja og endurnýjunar á klæðningu og gluggum á eldri hluta

íbúðarhússins.

Umsóknin er samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997.

4. Akurgerði 25, Vogum, samþykkt reyndarteikninga, breyttir aðaluppdrættir

Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts, dags. 23. júní 2009. Breytingin snýr að

brunavörnum. Fyrir liggur samþykki eldvarnareftirlits.

Samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997.

5. Hvassahraun 5 Vatnsleysuströnd. Umsókn Jóns G. Guðmundssonar dags.

29. júlí 2009 um byggingarleyfi fyrir frístundahús, skv. aðaluppdráttum

Kristjáns G. Leifssonar byggingafræðings, dags. 6. júní 2009.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits. Samræmist lögum nr.

73/1997.

 

2

 

Skipulagsmál

6. Bréf frá nokkrum íbúum dags. júní 2009 þar sem vakin er athygli á

aðstöðuleysi hestamanna á Vatnsleysuströnd.

Í tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir reiðvegum um þetta

umrædda svæði auk aðstöðu fyrir hestamenn á Vatnsleysuströnd. Bréfriturum

skal bent á að lagning og viðhald reiðvega er ekki málefni nefndarinnar.

7. Aðalskipulag sveitarfélagsins

Haldið áfram frá fyrri fundi að fara í gegnum framkomnar athugasemdir og

ábendingar sem eru 48 talsins.

Nefndin hefur ekki lokið umfjöllun sinni um aðalskipulagið m.a. vegna

sumarleyfa, er því einsýnt að ekki takist að ljúka vinnunni á þeim 8 vikum sem

skipulagslög gera ráð fyrir.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?