Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

17. fundur 15. desember 2009 kl. 18:00 - 18:45 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 15.

desember 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Oktavía Ragnarsdóttir, Geir Ómar Kristinsson og Þórður

K. Guðmundsson. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi,

sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða frá áður auglýstri dagskrá um að taka tvö mál á dagskrá, Tillaga að

breyttu aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020, vegna Suðuvesturlína og ósk sjálfboðaliða-

samtakanna SEEDS um verkefni á árinu 2010 sem tengjast umhverfi og menningu, samþykkt

að taka málin undir 3. og 4. lið.

Skipulagsmál

1. Tillaga að breyttu aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020, vegna nýs

hesthúsahverfis. Óskað er umsagnar Sveitarfélagsins Voga skv. bréfi frá

Grindavíkurbæ dags. 23. nóvember 2009.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.

2. Tillaga að breyttu aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020, vegna

Suðurstrandarvegar. Óskað er umsagnar Sveitarfélagsins Voga skv. bréfi frá

Grindavíkurbæ dags. 25. nóvember 2009.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.

3. Tillaga að breyttu aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020, vegna Suðuvesturlína.

Breytingin felst í nýrri línu samsíða núverandi háspennulínu (Reykjaneslínu).

Einnig tengingu Svartsengislínu 1 við núverandi Fitjalínu við Rauðamel.

Tengivirki við Rauðamel verður fjarlægt.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.

Umhverfismál

4. Ósk sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS, skv. tölvupósti dags. 11. desember 2009, um

samstarf um verkefni á árinu 2010 sem tengjast umhverfi og menningu.

Nefndin tekur vel í erindið en telur mikilvægt að vel sé staðið að komu hópsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?